Dorrit viðstödd sýningu Sólskinsdrengs

0
559


banner

30. mars 2012: Sérstök sýning verður haldin í húsakynnum Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York á kvikmyndinni Sólskinsdrengur á mánudag 2. apríl, Alþjóðlegum degi vitundar um einhverfu og fylgir Dorrit Moussaeieff, forsetafrú myndinni úr hlaði.
Sólskinsdrengur er heimildarmynd um einhverfu eftir Friðrik Þór Friðriksson og fjallar um mæðgin, Kela Þorsteinsson sem er einhverfur og móður hans Margréti Ericsdóttur.
Margrét situr fyrir svörum að lokinni sýningu myndarinnar.

Mæðginin Margrét og Keli munu einnig undirrita bók sína Gullna hattinn sem hún skrifaði ásamt syninum Kel í bókabúð höfuðstöðva SÞ.
Upplýsingadeild Sameinuðu þjóðanna (DPI) skipuleggur atburðina ásamt fastanefnd Íslands og Golden Hat Foundation. Bækur með eiginhandaráritun leikkonunnar Kate Winslett verða einnig til sölu en hún er þulur myndarinnar,  áhugamaður um einhverfu og forsprakki Golden Hat Foundation. Sjá: http://www.goldenhatfoundation.org/