Apabólu-tilfelli komin í 35 þúsund

0
371

Apabólu-tilfellum fer fjölgandi um allan heim. Nú hafa 35 þúsund tilfelli í 92 ríkjum verið skráð. Tólf hafa látist að sögn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.

„Nærri sjö þúsund og fimm hundruð tilfelli voru skráð í síðustu viku. Það er 20% meira en vikuna áður, sem var 20% aukning miðað við vikuna á undan,” sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á blaðamannafundi í Genf.

Meirihluti tilfella greindist í Evrópu og Ameríkunu og flest hjá körlum sem hafa mök við aðra karlmenn.

Óttast að sagan endurtaki sig

„Öllum ríkjum ber að vera reiðubúin að takast á við apabólu. Stöðva þarf útbreiðsluna með því að beita öflugum lýðheilsu-úrræðum, meðal annars að auka eftirlit og rakningu. Boðskipti þarf að laga að aðstæðum, virkja samfélagið og grípa til ráðstafana til að draga úr áhættu,” sagði Tedros.

Bóluefni er af fremur skornum skammti og sama gildi um upplýsingar um virkni þeirra. WHO er í sambandi við framleiðneudr og við ríki og stofnanir sem eru reiðubúin að deila bóluefni með öðrum.

„Við óttumst enn að sama sagan endurtaki sig og raunin varð í COVID-19 faraldrinum að hinir fátækustu verði skildir eftir,” sagði Tedros.