Árásir á fjölmiðla í Venesúela gagnrýndar

0
539
Journalists

Journalists

5.ágúst 206. Mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa látið í ljós þungar áhyggjur af skerðingu fjölmiðlarfrelsis í Venesúela.

„Við höfum þungar áhyggjur af nýlegum fréttum af árásum á blaðamenn og óháða fjölmiðla, sem eykur enn þrýstinginn á fjölmiðla í Venesúela,“ segir í yfirlýsingu sérfræðinganna. Þeir eru David Kaye, sérstakur erindreki um skoðana og tjáningarfrelsi og Edison Lanza, erindreki um tjáningarfrelsi í Ameríkunum.

Í sameiginlegri yfirlýsingu nefna þeir fjölmörg dæmi um harðræði sem blaðamenn og fjölmiðlar hafa mátt sæta.
„Þetta er sérstaklega ógnvekjandi í ljósi fæðu- og lyfjaskortsins í landinu, efnahagskreppu og aukinnar félagslegrar- og politískrar spennu,“ segja þeir.

Sérfræðingarnir hafa sent sameiginlegt bréf til ríkisstjórnar Venesúela þar sem þeir láta í ljós áhyggjur sínar og óska skýringa.

Sérfræðingarnir segja að blaðamenn hafi verið handteknir, þeim hótað, ráðist hafi verið á þá eða að tækjabúnaður þeirra hafi verið gerður upptækur, einkum þegar þeir hafa fjallað um gripdeildir eða mótmæli. Þá hefur útvarpsstöðvum, vefsíðum og dagblöðum verið settur stóllinn fyrir dyrnar í starfi sínu. .

„Hótanir og árásir á blaðamenn og fjölmiðla eru brot á réttindum þeirra sem slíku sæta en kemur einnig í veg fyrir að Venesúelabúar og aðrir fái upplýsingar um atburði sem skipta miklu máli,” sagði Kaye.

Sérfræðingarnir benda á að stjórnvöldum beri skylda til að vernda blaðamenn, en ekki að leggja stein í götu þeirra.