Flóttamannalið á Ólympíuleikunum

0
543
UNHCRBenjaminLoyseau

UNHCRBenjaminLoyseau

4.ágúst 2016. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsótti í gær Ólympíuþorpð í Rio de janeiro í því skyni að hvetja flóttamenn,sem taka þátt í Ólympíuleikunum,  til dáða.

Frá því Ólympíuleikar nútímans hófust árið 1896 hafa 200 lið þjóða kept á sumar og vetrar Ólympíuleikum, en nú keppir lið flóttamanna í fyrsta Ban Ki moon olympic team resizedskipti.

Tíu íþróttamenn frá fjórum ríkjum munu keppa í Ólympíuliði flóttamanna. Þar af eru tveir sundmenn, tveir júdómenn, maraþonhlaupari og fimm hlauparar í meðallöngum hlaupum.

 

„Við vitum að þið eigið að baki erfiða og sorglega reynslu, en um leið eruð þið okkur öllum hvatning,“ sagði Ban við íþróttafólkið, sem er frá Suður-Súdan, Lýðveldinu Kongó, Sýrlandi og Eþíópíu.

„65 milljónir manna eru í sömu sporum og þið. Þetta er mesti fjöldi flóttafólks frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar,“ sagði Ban.

Síðar sagði aðalframkvæmdastjórinn í kvöldverði hjá forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar: „Þau voru hrakin að heiman, en nú eiga þau möguleika á að vinna gull, þökk sé ólympíunefndinni.“

YiechPurBielAuk ólyompíunefndarinnar er Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) bakhjarl liðsins. Það var stofnað til að vekja athygli á hinum risavaxna flóttamannavanda og vera um leið tákn vonar fyrir flóttamenn um allan heim, sem hafa verið sviptir möguleikanum að keppa fyrir hönd landa sinna vegna ofbeldis, ofsókna og stríðs.

„Við viljum koma boðskap á framfæri við heimsbyggðina. Við erum komin hingað sem flóttamenn og sem sendiherrar þeirra. Við ætlum að sýna fram á að við getum gert allt sem annað fólk getur og einni tekið þátt í að efla frið um allan heim,“ sagði Yiech Pur Biel, 21.

Filippo Grandi, Flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna lauk lofsorði á unga íþróttafólkið. „Þátttaka þeirra í Ólympíuleikunum er til marks um hugrekki og þrautseigju allra flóttamanna í að vinna bug á erfiðleikum og vinna að betri framtíð fyrir sjálfa sig og fjölskyldur sínar,“ sagði hann í yfirlýsingu.

#TeamRefugees
https://www.facebook.com/teamrefugees/
https://twitter.com/TeamRefugees
https://www.instagram.com/TeamRefugees/