Fyrsta norræna þekkingarsetrið um matarsóun

0
536
Food waste Flickr Petrr CC BY 2

Food waste Flickr Petrr CC BY 2

8.ágúst 2016. Fyrsta þekkingarsetur um sóun matvæla tekur til starfa í Danmörku í dag.

Markmiðið er að veita upplýsingar um umfang matarsóunar auk þess að safna ráðum, greiningum og skýrslum og tengjast samtökum og öðrum hlutaðeigandi aðilum í Danmörku og erlendis sem vinna bæði við að hindra og draga úr sóun matvæla,” segir Esther Kristensen, forsprakki nýju miðstöðvarinnar.

Þetta er fyrsta frumkvæði af þessu tagi á Norðurlöndum en það hefur verið eftirspurn eftir þessu í mörg ár,”

Þekkingarsetrið stefnir að því að ýta úr vör langtímaverkefnum og eiga ýmis frumkvæði. Þá er ætlunin að safna saman á einn stað þá yfirgripsmiklu þekkingu sem er til staðar um þettta málefni. Heimasíða setursins sem heitir á dönsku Nationalt Videncenter om Madspild er www.madspild.dk“