Assange: Bretum og Svíum ber að sýna gott fordæmi

0
555
Zayas

Zayas

15. febrúar 2016. Mannréttindasérfræðingur á vegum Sameinuðu þjóðanna skorar á Bretland og Svíþjóð að virða án tafar niðurstöður og ráðleggingar starfshóps samtakanna um geðþótta fangelsanir í máli Julian Assange.

Alfred de Zayas, óháður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegra- og sanngjarnra laga og reglna innan hins alþjóðlega kerfis, minnir á mikilvægi þess að ríki virði, efli og hlíti skuldbindingum sínum í alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og fari eftir ráðleggingum sérfræðinga innan mannréttindakerfisin.

„Það ber að viðurkenna niðurstöður Vinnuhópsins um geðþótta fangelsanir og fara eftir þeim. Þau ríki, sem segjast vera í fararbroddi í De Zayas 15.2.2016mannréttamálum ættu að ganga á undan með góðu fordæmi jafnvel þó þau séu ósammála niðurstöðum sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna,“ sagði de Zayas í yfirlýsingu.

„Lög og reglur í alþjóðlega kerfinu nýtast einungis ef ríki fara að fullri samkvæmni eftir alþjóðalögum og beita þeim á samræmdan hátt. Ef ríki velja og hafna eftir geðþótta, grefur það undan alþjóðlegum lögum og reglum. Trúðverðugleiki kerfisins í heild bíður tjón ef ríki virða mannréttindi einungis þegar þeim hentar,“ sagði sérfræðingurinn.

Assange leaving High Court in 2011. Photo Flickr Beacon 2.0 Generic CC BY NC 2.0Vinnuhópur um geðþótta fangelsanir komst að þeirri niðurstöðu að frelsissvipting Assange fæli í sér brot á ýmsum ákvæðum Alþjóðasáttmála um borgaraleg og pólitísk réttindi og hvatti Bretland og Svíþjóð til þess að trygja öryggi hans, og greiða fyrir því að hann nyti ferðafrelsis, auk þess að greiða honum skaðabætur.

„Það styrkir alþjóðleg lög og reglu ef ríki fara ekki aðeins eftir bindandi ákvæðum sáttmála, heldur fara einnig eftir ráðleggingum sérskipaðra aðila á vegum Sameinuðu þjóðanna,“ segir de Zayas.

„Uppljóstrarar eru þýðingarmiklir í vörn fyrir mannréttindi á tuttugustu og fyrstu öldinni, nú þegar starfshættir einkennast oft og tíðum af leynimakki, samkomulagi á bakvið luktar dyr og takmörkuðum eða villandi upplýsingum. Þessu til viðbótar er fylgst með ríkisborgurum, þeir beittir harðræði og þvingaðir til sjálfs-ritskoðunar líkt og í skáldsögu Orwells, 1984. Allt þetta leiðir til meiri háttar mannréttindabrota,“ segir í yfirlýsingunni.

„ Það skiptir sköpum að ríki sem gagnrýna iðulega aðra, virði niðurstöður Sameinuðu þjóðanna þegar þau sjálf eiga í hlut. Það væri fordæmi fyrir önnur ríki heims, ef niðurstöðum Vinnuhópsins, yrði hrynt í framkvæmd án tafar.”

Sjá niðurstöður vinnuhópsins um mál Assange hér.

Sjá ummæli Mannréttindastjóra SÞ hér.

Alfred de Zayas, frá Bandaríkjunum var skipaður fyrsti Óháði sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðisleg- og sanngjörn lög og reglur í alþjóðlega kerfinu af Mannréttindaráði samtakanna í maí 2012. Sjá nánar hér

Óháðir mannréttindasérfræðingar eru skipaðir af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til að fjalla um sérstök málefni eða einstök ríki. Þeir eru ekki starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og fá ekki greidd laun fyrir störf sín. Þeir eru óháðir ríkjum og alþjóðasamtökum og starfa í eigin nafni.