Boutros-Ghali látinn

0
534
Boutros2

Boutros2

16.febrúar 2016. Boutros Boutros-Ghali, fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er látinn, níutíu og þriggja ára að aldri.

Boutros-Ghali, var egypskur stjórnarerindreki, lögfræðingur, fræðimaður og rithöfundur sem lék mikilvægt hlutverk í friðarumleitunum Egypta og Ísraela, þar á meðal í Camp David samkomulaginu. Hann var um tíma utanríkisráðherra Egyptalands.

Boutros1Hann var aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá ársbyrjun 1992 til ársloka 1996, eftir að kalda stríðinu lauk og á tímum stríðsins í fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu og þjóðarmorðsins í Rúanda.

Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir endurkjör hans, en öll hin ríkin fjórtán greiddu honum atkvæði.

Boutros-Ghali var fyrsti Afríkubúi til að stýra Sameinuðu þjóðnum, en hann var að ýmsu leyti Boutros3sérstakur, eða eins og vikuritið Time benti á var hann kjörinn í embætti sem Afríkubúi sem var ekki svartur, hann var Egypti en kristinnar trúar og þar að auki kvæntur gyðingakonu.

Myndir: 1.) Boutros-Boutros Ghali ásamt nánum samstarfsmönnum. 2.) Kveður starfsólk á síðasta starfsdegi sínum. 3.) Ásamt eftirmanni sínum Kofi Annan.