Atvinnuleysi óbreytt í 2 ár

0
472

builders

20. janúar 2014. Samdráttur í efnahag Vestur-Evrópu er að baki en hagvöxtur verður lítiill og mikið atvinnuleysi verður áfram. Þetta kemur fram í nýrri Skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kom út í dag.
Skýrslan, (United Nations World Economic Situation and Prospects 2014 (WESP)), gerir ráð fyrir að hagvöxtur mældur í þjóðarframleiðslu aukist um 1.5% á þessu ári og 1.8% fram til 2016. Á hinn bóginn verði hagvöxtur mismunandi milli landa eða 2.2% í Betlandi en aðeins 0.8% í Frakklandi og 1.9% í Þýskalandi.
Batamerki er að finna í ríkjunum sem harðast urðu úti í Evru-kreppunni en varað er við því í skýrslunni að þau eigi enn töluvert langt í land með að ná sér. Hins vegar er sýnt fram á að spenna hafi minnkað umtalsvert í suður-Evrópu frá því að Evrópski Seðlabankinn hafi hrundið úr vör svokallaðri OMT (Outright Monetary Transaction) áætlun.
Atvinnuleysi náði mest 12.2% í Evrópu, en fer hægt og bítandi minnkandi. Hagvöxturinn er þó ekki meiri en svo að lítil minnkun verður næstu tvö árin og í ár verður atvinnuleysið um 12.1% og 11.8% 2015.
Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur hins vegar ekki verið minni í annan tíma eða um 5%. Á sama tíma er atvinnuleysi í Grikklandi og á Spáni nálægt 27% og atvinnuleysi ungmenna allt að tvöfalt meira.