Boð til Írans afturkallað

0
518

Assad

21.janúar 2014. Boð til Írans um þáttöku í friðarráðstefnu um Sýrland hefur verið afturkallað. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna dró tillboð til írönsku stjórnarinnar tilbaka og sagðist hafa orðið fyrir “djúpstæðum vonbrigðum” með opinberar yfirlýsingar Írana sem hafi ekki verið í samræmi við þær skuldbindingar sem þeir hafi gengist undir munnlega.

Íran og Rússland hafa fordæmt þessa ákvörðun. Ban dró tilbaka boðið til Írana aðeins nokkrum dögum eftir að hafa boðið þeim að sækja ráðstefnuna sem hefur að markmiði að binda enda á næstum þriggja ára borgarastríð í Sýrlandi.
Ban segir að hann hafi boðið Íran þátttöku í trausti orða utanríkisráðherra landsins, Javad Zarif, þess efnis að byggt yrði á ákvörðunum fyrri ráðstefnu í Genf um Sýrland (Geneva Communique of 2012) en þar er kveðið á um bráðabirgðastjórn til að skipuleggja frjálsar kosningar.