Auðug ríki eiga að minnka fátækt heimafyrir

0
442
Frederik Poverty Leeroy Stocksnap Creative commons

Frederik Poverty Leeroy Stocksnap Creative commons

28.september 2015. Leiðtogar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna lögðu formlega blessun sína yfir 17 Sjálfbær þróunarmarkmið á leiðtogafundi sínum í New York um helgina. Þau gilda til 15 ára og koma í staðinn fyrir Þúsaldarmarkmiðin um þróun sem renna út í árslok.

Þeim er ætlað að minnka fátækt með sjálfbærni að leiðarljósi en munurinn á nýju markmiðunum og þeim gömlu er að þessu sinni eru sett markmið sem gilda um allan heim, þar á meðal á Íslandi.

Farið er í saumana á þessu í grein í síðasta Norræna fréttabréfi UNRIC:

Þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu Sjálfbæru þróunarmarkmiðin  á dögunum lagði Ban Ki-moon, aðalframkvæmdaastjóri samtakanna áherslu á að nú yrði lagt í “sameiginlega ferð.” Þetta þýðir til dæmis að Íslendingar hafa ekki aðeins undirgengist að berjast gegn fátækt í fátækustu ríkjum heims, heldur einnig á heimavígstöðvunum.

Þetta er áhugaverð breyting, ef borið er saman við fyrirrennara þessara markmiða, Þúsaldarmarkmiðin um þróun, en i þeim voru litlar kröfur gerðar til ríkra og jafnréttissinnaðra þjóðfélaga á borð við Norðurlönd, að mati Lars Engberg-Pedersen, hátt setts fræðimanns hjá dönsku rannsóknastofnuninni í alþjóðamálum.

Í sjálfbæru þróunarmarkmiðunum felst  ákveðin breyting á alþjóðlegum stöðlum,” segir Engberg-Pedersen.„En það eru líka akademísk rök að baki þessu: Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sýnt fram á að ójöfnuður er þrándur í götu hagvaxtar og að baráttan gegn fátækt er heiminum kostnaðarsöm.”


Fyrst markmiðanna um sjálfbæra þróun er Engin fátækt”. Það felur í sér að ríki heims skuldbinda sig til að minnka um að minnsta kosti helming fjölda þess fólks sem býr við fátækt miðað við skilgreiningu á hverjum stað fyrir sig. Þetta gildir um öll lönd, ekki aðeins þau þar sem fólk býr við örbirgð eða lifir á andvirði 1.25 Bandaríkjadals á dag.

Nýtt hlutverk hvers ríkis fyrir sig

En hvers vegna ná markmiðin til alls heimsins og allra landa? Sjálfbæru þróunarmarkmiðin einblína á sjálfbæra þróun og að heimurinn í heild leggi sitt af mörkum. Lars Engberg-Pedersen telur að með þessu reyni Sameinuðu þjóðirnar að stíga feti framar en gert var með Þúsaldarmarkmiðunum um þróun

Þúsaldarmarkmiðin voru hnattræn markmið í eðli sínu sem hægt var að heimfæra yfir á öll ríki. Mismundandi ríki glímdu Frederik Photo Flickr J Ristaniemi 2 400við ólíkar áskoranir, því það var miklu erfiðara fyrir Afganistan að ná markmiðunum en Danmörku. Af þessum ástæðum hefur verið ákveðið að markmiðin skuldi taka mið af aðstæðum á hverjum stað fyrir sig,” útskýrir hann.

Annað markmið sem hefur skírskotun til Norðurlanda er að ríkin eiga að stuðla að því að tekjur þeirra 40% sem hafa lægstar tekjur, eiga að aukast meir en meðaltal þjóðfélagsins í heild. Ríki á borð við Danmörku þurfa að taka sérstakt tillit til þessa, segir Lars Engberg-Pedersen.

”Þetta er töluverð áskorun, því þetta er ekki samræmi við stjórnarstefnu landsins þessa stundina, enda er verið að skera niður félagslega aðstoð við flóttamenn og hælisleitendur. Á sama tíma telja margir stjórnmálamenn að bilið á milli atvinnuleysisbóta og almennra launþega eigi að vera breiðara.”

Virða Danir markmiðin að vettugi?

Eftir að aðildarríkin komust að samkomulagi um lokaskjal leiðtogafundarins um Sjálfbæra þróun, hefur danska ríkisstjórnin gagnrýnt heimsmarkmið númer eitt (fátækt) og tíu (minnka ójöfnuð) og dregið í efa að þau eigi við danska velferðarsamfélagið, auk þess að leggja af dönsku fátæktarskilgreininguna.

Lars Engberg-Pedersen telur að það séu skiljanleg viðbrögð því Danmörk (sé) bæði auðugt ríki og þar sé efnahagslegur jöfnuður,” en að hans mati er þó rangt að gagnrýna heimsmarkmiðin fyrir íhlutun í innanlandsstórnmál ríkja.

Veraldarleiðtogar lögðu blessun sína yfir lokaniðurstöðuna og því hafa þeir samþykkt efni markmiðanna,” segir hann.

Ríki heims reyna almennt að ná markmiðum alþjóðlegra staðla. Og þau munu að öllum líkindum gera sitt besta til að geta sýnt fram á að þau hafi lagt sig fram við að ná markmiðunum og undirmarkmiðum þeirra. Ég held ekki að neitt ríki muni segja: Okkur er alveg sama!”. Það vilja allir hafa góða ímynd.”