Ólafur Elíasson: að lýsa hinum ljóslausu

0
485
Olafur Photo Thomas Gislason

Olafur Photo Thomas Gislason

29.september 2015. Ein af þversögnum nútímans er að 6 miljarðar manna hafa aðgang að farsíma en á sama tíma býr fimmta hvern mannsbarn – 1.3 milljarður manna – ekki svo vel að hafa rafmagn á heimilum sínum til þess að hlaða símann.

Einn þekktasti listamaður Norðurlanda, Ólafur Elíasson, hefur fyrir skemmstu hleypt af  stokkunum söfnun meðal almennings (crowd funding) til að fjármagna framleiðslu hleðslutækis fyrir farsíma sem gengur fyrir sólarorku. Hleðslutækið er viðbót við sólarorkudrifna lampann, sem kenndur er við “Litla sól”, sem Ólafur hannaði til að lýsa upp rafmangslaus heimili.

Söfnuninni er ætla að fleyta verkefninu áfram frá hönnunarstigi í framleiðslu í þeirri von að hleðsutækið verði komið á markað í mars á næsta ári, 2016.

Olafur Little Sun insert„Aðgerðir okkar allra hafa áhrif á heiminn,” segir Ólafur um starf Little Sun átaksins. Little Sun er ætlað að nálgast þessa brýnu umræðu um að útvega öllum jarðarbúum sjálfbæra orku, frá sjónarhóli listarinnar með það að markmiði að efla vitund um aðgang að orku og ójafnan aðgang að henni í heiminum í dag.”

Eitt heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun, snýst um að “tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði.”

Ólafur og Little Sun hafa verið ákafir fylgismenn átaks Sameinuðu þjóðanna um Sjálfbæra orku handa öllum”, sem miðar að því að tryggja öllum jarðarbúum aðgang að nútíma-orkugjöfum fyrir 2030.

Aðalframkvæmdastóri átaksins Kandeh Yumkella bendir einmitt á að sjálfbær þróun er óhugsandi án sjálfbærrar orku. Í mínum huga er þetta skýrt: orka er forsenda þróunar og sjálfbær orka er forsenda sjálfbærarr þróunar,”segir Yumkella.

Little Sun átakinu var ýtt úr vör árið 2012 í  Tate Modern safninu í Lundúnum, þar sem Ólafur sló eftirminnilega í gegn tæpum tíu fyrr með eftirminnilegri sýningu þar sem sólinn kom við sögu.   

Markmiðið með Little  Sun er að svara þörf milljóna rafmagnslausra manna og kvenna fyrir ljós, á sjálfbæran hátt og búa þannig um hnútana að samfélögin í heild hagnist, sköpuð séu störf og ágóðinn komi heimamönnum til góða. Nú þegar lýsa 200 þúsund sólarorkudrifnir lampar upp tilveru fólks sem hefur ekki aðgang að rafmagni.

Little Sun starfar í 10 Afríku-ríkjum auk Evrópu, Kanada, Ástralíu, Japan og Bandaríkjanna. Markmiðið er að útvega 1.2 milljörðum rafmagnsleysingja um allan heim ljós í krafti hreinnar og öruggrar orku á viðráðanlegu verði.”

Ólafur fagnar samþykkt Heimsmarkmiðanna um sjáflbæra þróun.Olafur
Ég er himinlifandi yfir því að Sameinuðu þjóðirnar hafi samþykkt nýju Sjálfbæru þróunarmarkmiðin”, segir Ólafur í viðtali við Norræna fréttabréfið. “Ég tel að við þurfum að vinna saman til að orð verði að aðgerðum; til að markmiðin verði ekki aðeins pólítiskar samþykktir heldur verði þeim hrint í framkvæmd í daglegu lífi. Little Sun verkefnið mitt er eitt lítið dæmi um slíkar aðgerðir og við þurfum miklu fleiri verkefni af sama tagi.”

Ljós er miðlægt í list Ólafs. „Í minni list nota ég ljós til að móta rými og umhverfi í því skyni að vekja fólk til umhugsunar, hvetja það til að spyrja sig hvernig það upplifir heiminn og tekst á við hann.
Ég held að listin geti breytt heiminum með því að beina kastljósinu að máli á borð við aðgang að orku. Ekki aðeins með því að gera það skiljanlegt fyrir hugann, heldur einnig áþreifanlegt í orðsins fyllstu merkingu. Slík reynsla getur leitt til þess að við áttum okkar á innbyrðis tengslum okkar, á því hvað sameinar okkur og hvatt okkur til aðgerða.”

Tenglar:

Hópfjármögnun sólarorku-hleðslutækisins: https://www.kickstarter.com/projects/littlesun/little-sun-charge-a-solar-phone-charger-by-olafur

Little Sun átakið: http://www.littlesun.com/
Sjálfbær orka fyrir alla (Sustainable energy for all): http://www.se4all.org/

(Birtist fyrst í norræna fréttabréfi UNRIC http://unric.org/is/frettabref