Ban ítrekar áhyggjur af börnum í Jemen

0
553
Yemen OCHA YG7A9084 2015

Yemen OCHA YG7A9084 2015

2.ágúst 2016. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdstjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti í dag skýrslu samtakanna um börn og stríðsástand.

Skýrslan hefur vakið óvenjumikla athygli vegna umfjöllunar um hve mörg börn hafa fallið í átökum í Jemen. Sádi-Arabar fengu því framgegnt að Ban Ki-moon lét nema á brott nafn þeirra úr viðauka við skýrsluna þar sem talin eru upp ríki og samtök sem hafa gerst sek um afbrot gegn börnum í hernaði. Bentu þeir á að fordæmi sé fyrir slíku frá því nafn Ísraels var numið á brott úr skýrslu þar sem lágu undir svipuðum ásökunum.

Sádi-Arabar og bandamenn þeirra gripu inn í borgarstríð í Jemen þegar svokallaðir Húti vígamenn af kvísl Shia múslima steyptu ríkisstjórn landsins. Sádi Arabar hafa beitt loftárásum og er talið að þeir beri ábyrgð á dauða mikils meirihluta barna í stríðinu. Hútí-vígamenn eru einnig sakaðir um afbrot, þar á meðal að þvinga börn til þátttöku í hernaði.

Ban sagðist hafa orðið að láta undan kröfum Sáda eftir „vandlega athgun“ þar til farið hafi verið yfir málið, en megefni skýrslunnar standi óhaggað, þótt Sádar og bandamenn þeirra hafi verið teknir af lista í viðauka.

Ban sagði að hann hefði rætt við háttsetta ráðamenn í Sádi-Arabíu og honum hafi verið kynntar aðgerðir til að koma í veg fyrir og binda enda á alvarleg brot gegn börnum. „En ég hef enn þungar áhyggjur af vernd jemenskra barna,“ sagði Ban.