Ban Ki-moon: Olía á eld að skera þróunaraðstoð

0
497
Ban Ki moon Tenda di Abramo1

Ban Ki moon Tenda di Abramo1

12.nóvember 2015. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við niðurskurði á framlögum til þróunaraðstoðar til að fjármagna móttöku flóttamanna og segir að slíkt geti beinlínis aukið vandann og leitt til keðjuverkunar og vítahrings.

Í yfirlýsingu segir aðalframkvæmdastjórinn að alþjóðasamfélagið verði að bregðast við umfangsmestu þvinguðu fólksflutningum frá síðari heimsstyrjöldinni án þess að draga úr skuldbindingum sínum til að standa straum af afar brýnni opinberri þróunaraðstð.

Ban Ki-moon segir nauðsynlegt að fjármagna hvort tveggja í senn umönnun flóttamanna og hælisleitenda og þróunarstarf til lengri tíma. „Það ber ekki að skera niður í öðrum þessara málaflokka til að fjármagna hinn,“ segir Ban. „Að taka fé af þróunaraðstoð á þessari ögurstundu, myndi grafa undan viðleitni til að leysa mikinn vanda. Að draga úr þróunaraðstoð til að fjármagna viðbrögð við flóttamannavandanum gæti reynst olía á eld og orðið til að skapa vítahring með því að grafa undan heilsugæslu,- menntun, – og tækifærum í öllum heimshornum.“

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna minnir á hin nýsamþykktu Heimsmarkmið um Sjálfbæra þróun og segir að nú ættu ríkisstjórnir að auka en ekki minnka alþjóðlega þróunaraðstoð. „Þegar við hjálpum þurfandi fólki á ekki eitt að vera á kostnað annars.“