Barnavinna enn alheimsböl

0
515
child labour UN Photo Jean Pierre Laffont

child labour UN Photo Jean Pierre Laffont
12.júní.2016. Talið er að 168 börn stundi atvinnu. Á alþjóðlegum degi gegn barnavinnu, 12.júní, er kastljósinu beint að barnavinnu og framleiðslulínu og að hyggja þurfi að því hvort börn séu notuð á leiðinni frá akri í verksmiðju og frá þjónustu til byggingarsvæðisins.

„Barnavinna á ekki rétt á sér á mörkuðum sem starfa eðlilega og njóta góðs regluverks, og hvergi í framleiðslulínunni,” segir Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). 

child labour 2Til þess að styðja við bakið á fyrirtækjum í viðleitni þeirra til þess að útiloka barnavinnu alls staðar í aðföngum þeirra og framleiðslulínu hfur ILO og Alþjóðasamtök vinnuveitenda (IOE) tekið höndum saman um að skapa leiðarvísi um barnavinnu. Hann gegnir því hlutverki að fræða fyrirtæki og auka hæfni þeirra til að haga viðskiptum í samræmi við alþjóðlega staða um barnavinnu.

Leiðarvísirinn er afrakstur áralangs starfs ILO við að uppræta barnavinnu. Mörg fyrirtæki hafa komið að því máli svo sem Coca Cola, AngloGold Ashanti, Vale, Japan Tobacco and Sterling Manufacturing.

UN Photo: Jean-Pierre Laffont.