Barnavinna: Vinna á kostnað framtíðarinnar

0
630
Photo 2 Flickr ILO CC BY NC ND 2.0

Photo 2 Flickr ILO CC BY NC ND 2.0
11.júní 2015. Milljónir barna um allan heim líða miklar þjáningar í barnavinnu. Oft eru þau plötuð á fölskum forsendum í þrældóm eða í vinnu þar sem aðstæður eru þrældómi líkastar.

Þetta spannar allt frá þvingunarvinnu, barnahermennsku tiil kynferðislegrar misnotkunar. Þá eru börn notuð í ólöglegri starfsemi svo sem fíkniefnasmygli frá unga aldri.

Photo Flickr ILO CC BY NC ND 2.0Stundum eru börn látin vinna til að sjá fyrir fjölskyldum sínum. En oftast er vinna þeirra á kostnað framtíðar þeirra; á kostnað menntunnar.
12.júní er haldið upp á Alþjóðlegan dag gegn barnavinnu   en að þessu sinni er kastljósinu beint að mikilvægi gæða menntunnar sem tækis til að berjast gegn barnavinnu. Jafnframt nauðsyn þess að rjúfa vítahring fátæktar sem rænir milljónir barna draumum um farsæla framtíð.
Barnavinna tíðkast víða svo sem í landbúnaði, iðnaði, námugreftri og heimilisstörfum. Víða um heim er vinna barna knúin áfram af leitinni að sífellt ódýrara vinnuafli.

Launuð eða nánast ólaunuð barnavinna heldur kostnaði niðri. Til að bíta höfuðið af skömminni eru sumar greinar sniðnar að sérstökum hæfileikum barna, þar sem litlir fingur koma sér vel. Þetta á meðal annars viðu um tískuiðnaðinn. Atvinnurekendur sækjast eftir börnum sem síður skemma bómulinn við tínslu með sínum litlu fingrum. Líkja má þessu við nútímaþrælahald en það er oftast hulið sjónum almennings sem sér ekki duldar fórnir sem færðar hafa verið til að framleiða hvort heldur sem er mat eða tískuvörur.

Föst í fátæktargildru
Þegar börn hafa stritað í barnavinnu eru þau líklegri en aðrir til að festast í illa borguðum, ótryggum störfum eða verða atvinnuleysi að bráð. Þetta veldur þv í að börnum þeirra er hættara en öðrum við að verða barnavinnu að bráð og þar með hefur vítahringur verið myndaður.
Barnavinna hefur minnkað undanfarinn áratug og fjöldi barna sem sækja grunnskóla í heiminum hefur fjölgað. Vinna stúlkna hefur minnkað um 40% og vinna drengja um 25% 

Að mati UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða vinnumálastofnunarinnar, ILO, eru 168 milljónir barna á aldrinum 5 til 17 ára í Photo3 Flickr ILO CC BY NC ND 2.0barnavinnu um allan heim, eða um 11% barna í heiminum.  Búist er við að 100 milljónir barna verði enn við vinnu árið 2020.

600 milljónir barna sækja skóla en vinna jafnhliða, oft á hættulegum og vondum vinnustöðum og eiga á hættu að heltast úr lestinni í námi.
Vinna barna hamlar námi þeirra og hefur áhrif á mætingu og árangur. Á hinn bóginn veldur skortur á aðgengi að ódýrum, hágæða skólum því að börn lenda í vinnu.

Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess á Alþjóðlegum degi gegn barnavinnu, að framboð á ókeypis, gæða-skyldunámi fyrir börn, verði aukið. Auk þess verði gripið til aðgerða til að ná til barna í barnavinnu, og stefnumörkun um gæði menntunnar efld og fjárfestingar í kannaranámi auknar.