Beyoncé í herferð á vegum SÞ

0
518

Beyonce2

3. ágúst 2012. Sameinuðu þjóðirnar hleyptu í dag af stokkunum alþjóðlegri herferð með söngkonuna Beyoncé í broddi fylkingar til að vekja athygli á mannúðarstarfi og hvetja almenning til að inna af hendi störf í þágu velferðar annara. Herferðin er í tilefni af Alþjóða dagi mannúðarstarfs sem er 19. ágúst.
Vefsíða herferðarinnar  www.whd-iwashere.org hefur verið opnuð en hún verður vettvangur almennings til að fylkja liði og deila einstökum góðverkum. Á sjálfan alþjóðlega daginn, 19. ágúst standa vonir til að náð verði til eins milljarðs manna.  

Tónlistarmyndband Beyoncé ‘I Was Here’ sem var tekið upp í fundarsal Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í höfuðstöðvum samtakanna í New York að viðstöddum áhorfendum, verður gefið út um allan heim 19. ágúst. Hér má sjá forsmekkinn: http://www.youtube.com/watch?v=yPPBKyIceWY&;;

 “Við lesum öll fyrirsagnirnar og spyrjum okkur sjálf : hvað get ég gert til að hjálpa?” segir Beyoncé í fréttatilkynningu. “Alþjóðlegur dagur mannúðarstarfs er tækifæri fyrir okkur öll til að leggja okkar lóð á vogarskálarnar. Nú er tími kominn til við sýnum í verki að okkur stendur ekki á sama.”

Framleiðslufyrirtæki Ridley Scott gerir myndbandið.

“Á alþjóðlega daginn hyllum við þá sem vinna við mannúðarstarf,” segir Valerie Amos, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála. “Ég vona að hver einasti maður heiti því að vinna eitt mannúðarverk á heimasíðunni www.whd-iwashere.org. Við getum í sameiningu eflt vitund um örlög fólks í ölduróti hamfara um víða veröld.”   

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir árið 2008 að 19. ágúst ár hvert skyldi vera Alþjóðlegur dagur mannúðarstarfs til minningar um sprengjutilræði við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad 19. ágúst 2003. Þá létust 22 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal yfirmaður samtakanna í Írak, Sergio Vieira de Mello, en að auki særðust meir en 150 manns.   

Á alþjóðlega daginn skal heiðruð minning þeirra sem týnt hafa lífi við mannúðarstörf og heiðra þá sem vinna hörðum höndum við að koma milljónum manna til aðstoðar sem eiga um sárt að. Einnig er markmið með deginum að vekja athygli á þörf á mannúðaraðstoð um allan heim og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu í mannúðarmálum.

Sjá einnig: www.beyonce.com