Bjartsýni á árangur i viðræðum um ríkisstyrki í sjávarútvegi

0
277
Ríkisstyrkir sjávarútvegur
Einar Gunnarsson sendiherrra fyrir miðju. Mynd: WTO

Bjartsýni ríkir um að viðræður um ríkisstyrki til fiskveiða á vettvangi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO) skili tilætluðum árangri.

Einar Gunnarsson sendiherra, stýrir samninganefnd WTO um reglur þar að lútandi. Í grein á vefsíðu stofnunarinnar er haft eftir honum að önnur hrina viðræðna fari nú í hönd og eigi að ljúka fyrir ráðherrafund í febrúar að ári, 2024.

“Ég hef átt meir en 30 tvíhliða fundi og tónninn hefur undantekningalaust verið jákvæður,” er haft eftir Einari á vefsíðu WTO.

Næstu mánuði fara fram viðræður um 4 málefna-klasa. Einar sagði á fundi með oddvitum sendinefnda aðildarríkja WTO, að viðræður hans undanfarna daga gæfu tilefni til bjartsýni.

“Ég er bjartsýnn á að við getum skilað uppkasti fyrir næsta ráðherrafund WTO að ári.”

Hann segir að einhugur ríki um að þörf sé á að þróa reglur um ríkisstyrki sem eigi sök á umframsóknargetu og ofveiði. Tekið verði sérstakt tillit til þróunarríkja og einkum hinna minnst þróuðu.

Næsta fundalota hefst í vikunni sem hefst 20.mars.

UNEP andsnúin ríkisstyrkjum

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) hefur hvatt til samkomulags um að draga úr ríkisstyrkjum til fiskveiða. Viðurkennt er að ríkisstyrkir séu ein af helstu ástæðum  ofnýtingar á fiskistofnun, sóun á náttúrulegum auðlindum og jafnframt ógnun við fæðuöryggi, þróun og lífríki sjávar.

Sjá nánar hér.