Brotið blað í baráttunni við alnæmi

0
438
alt

Ávarp framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á Alþjóðlega alnæmisdaginn 1. desember 2010: alt

Á næsta ári verður þrjátíu ára afmælis Alnæmis faraldursins minnst. Ástæða er til að staldra við á þessum tímamótum til að hugleiða og tvíefla ásetning okkar.  

Starfsfólk myndar bleikan borða við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. SÞ-mynd: Mark Garten.

Á síðustu þremur áratugum hefur Alnæmi valdið ósegjanlegum hörmungum og dauða. En á sama tíma hefur samfélag heimsins sameinast af mikilli ástríðu, gripið til aðgerða og bjargað mannslífum. Þessi viðleitni hefur skipt sköpum um víða veröld.  

færra fólk smitast nú af HIV. Milljónir manna hafa aðgang að HIV meðferð. Fleiri konur geta nú hindrað að börn þeirra smitist af HIV. Ferðahindrunum á fólk sem smitað er HIV smitað hefur verið aflétt í mörgum löndum, eftir því sem fordómar víkja – alltof hægt- fyrir samúð og virðingu fyrir mannréttindum.

Með ákveðni og samstöðu hefur tekist að brjóta blað í baráttunni við Alnæmis-faraldurinn. Við höfum nú náð Þúsaldarmarkmiði númer 6 – að stöðva og snúa við útbreiðslu HIV. Við verðum að halda áfram og marka ótrauð nýja braut.

Sameiginlegt markmið okkar er skýrt: almennur aðgangur að HIV vörnum, meðferð, umönnun og stuðningi. Við verðum líka að stefna að því að varnir við Alnæmi verði sjálfbærar.

Þremur áratugum eftir að þessi kreppa skall á, skulum við stefna að “þremur núllum”; engin ný HIV smit, engin mismunun og engin dauðsföll af völdum Alnæmi. Við skulum heita því á þessum alþljóðlega alnæmisdegi að vinna saman að því að gera þessa draumsýn að veruleika fyrir alla jarðarbúa.

Ban Ki-moon,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna