Boðað til loftslags-leiðtogafundar í stað COP-26

0
833
Loftslagsfundur
Úr myndasafni

Sameinuðu þjóðirnar og Bretland tilkynntu í gær að þau myndu halda leiðtogafund um metnað í loftslagsmálum (Climate Ambition Summit) á fimm ára afmæli Parísarsamningsins 12.desember.  

LoftslagHalda átti COP26 – Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á þeim tíma í Glasgow en henni var frestað til næsta árs vegna COVID-19.

„Á fimmta afmæli samningsins 12.desember munum við leiða saman oddvita ríkisstjórna, fyrirtækja og borgarlegs samfélags. Þetta verður mikilvægt tækifæri til að hnykkja á metnaði í loftslagsmálum,“ sagði Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann tilkynni um leiðtogafundinn í gær í hringborðsumræðum um loftslagsmál í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

Bretar, gestgjafar næstu loftslagsráðstefnu boða til fundarins í desember ásamt Sameinuðu þjóðunum.

Loftslag
Boris Johnson flytur ávarp í Hringborðsumræðunum.

„Við getum ekki látið það líðast að loftslagsaðgerðir verði enn eitt fórnarlamb kórónaveirunnar,“ sagði Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í hringborðsumræðunum. „Við skulum vera leiðtogarnir sem tryggðu heilbrigðu plánetunnar í þágu barna okkar, barnabarna og komandi kynslóða.“

Heimsleiðtogar kynntu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum á Hringborði loftslagsmetnaðar (High-level Roundtable on Climate Ambition) sem var haldið að frumkvæði António Guterres aðalframkvæmdastjóra. Þessar tilkynningar komu í kjölfar metnaðarfullra tilkynninga Kínverjar, Evrópusambandsins og ýmissa stórfyrirtækja.

Xi Jinping forseti Kína hafði áður tilkynnt í almennum umræðum á Allsherjarþinginu að Kína stefndi að kolefnajafnvægi fyrir árið 2060.

Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynnti í hringborðsumræðunum áætlanir sem boðaðar voru fyrr í vikunni. Þær gera ráð fyrir að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 55% miðað við 1990 fyrir árið 2040. „Þetta er fyllilega raunhæft,” sagði hún. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir 40% niðurskurði.