Óháð rannsókn: Engar sannanir fyrir aðild starfsmanna UNRWA að hryðjuverkasamtökum

0
10
António Guterres ásamt Catherine Colonna formanni rannsókanrhóps um hlutleysi UNRWA 22. febrúar síðastliðinn.
António Guterres ásamt Catherine Colonna formanni rannsókanrhóps um hlutleysi UNRWA 22. febrúar síðastliðinn. Mynd: UN Photo/Eskinder Debebe

Óháð rannsókn á hlutleysi UNRWA. Colonna-skýrslan. Ísraelsk yfirvöld hafa ekki gefið neinar sannanir fyrir meintri aðild fjölda starfsmanna UNRWA að hryðjuverkasamtöðkum á borð við  Hamas að því er fram kemur í óháðri rannsóknarskýrslu.

Óháður rannsóknarhópur sem kenndur er við formanninn, Catherine Colonna fyrrverandi utanríkisráðherra Frakka, segir að Ísraelar hafi ekki svarað ítrekuðum óskum um að gefa upp nöfn meintra félaga í hryðjuverkasamtökum. Því hefði UNRWA, Palestínuflóttamannahjálpin ekki getað rannsakað málið til hlítar.

Skýrslan er kennd við formanninn Catherine Colonna.
Skýrslan er kennd við formanninn Catherine Colonna. Mynd: UN Photo/Manuel Elías

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skipaði rannsóknarhópinn og hefur þegar samþykkt ráðleggingar sem fram koma í skýrslunni.

„Aðalframkvæmdastjórinn hvetur í framhaldinu alla hlutaðeigandi til að styðja UNRWA því stofnunin er líflína til flóttamanna frá Palestínu í heimshlutanum,“ sagði Stéphane Dujarric talsmaður Guterres í yfirlýsingu fyrir hans hönd.

Lagt mat á hlutleysi UNRWA

Catherine Colonna og þremur norrænum rannsóknarstofnunum var falið að leggja mat á hlutleysi UNRWA í kjölfar alvarlegra ásakanna ísraelskra stjórnvalda. Þau héldu því fram í janúar á þessu ári að tylft starfsmanna stofnunarinnar hefði tekið beinan þátt í hryðjuverkaárásinni á Ísrael 7.október síðastliðinn.

Annarri rannsókn var hleypt af stokkunum á vegum innri endurskoðunar Sameinuðu þjóðanna (OIOS) til að fara í saumana á þessum ásökunum og er því starfi ekki lokið.

Colonnna lagði áherslu á blaðamannafundi í New York að það hafi ekki verið umboð nefndarinnar að fara í saumana á ásökununm á hendur UNRWA. Það er sérstök rannsókn um það.”

Auk Colonna var sænsku Raoul Wallenberg mannréttindatofnuninni, Chr Michelsen stofnuninni norsku og dönsku mannréttindastofnuinni falið að rannsaka hlutleysi UNRWA.

Skóli á vegum UNRWA í Wihdat flóttamannabúðunum í Jórdaníu.
Skóli á vegum UNRWA í Wihdat flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Mynd: UN Photo/Mark Garten

Þrálát hlutleysisvandamál

Colonna sagði á blaðamannafundi að UNRWA hefði sennilega harðari reglur til að gæta hlutleysis en flestar aðrar stofnanir.  „En það er samt hægt að bæta þetta.“

Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir rammgert regluverk séu „hlutleysisvandamál þrálát.“

„Þar á meðal má nefna dæmi um að starfsmenn láti opinberlega í ljós pólitískar skoðanir, álitamál í kennslubókum gistiríkja, sem kenndar eru í sumum skólum UNRWA, pólitísk starfsmannafélög sem haft hafa í hótunum við stjórn stofnunarinnar og raskað starfinu.”

Í Colonna-skýrslunni eru lagðar til aðgerðir til að efla hlutleysi á átta sviðum; þar á meðal virkari samskipti við fjárveitendur, á sviði stjórnunar og innra eftirlits, öflugra samstarf við aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna, og efling hlutleysis starfsfólksins, mannvirkja, menntunar, og starfsmannafélaga.

Ómissandi starf UNRWA

Að mati skýrsluhöfunda vinnur UNRWA enn sem fyrr þýðingarmikið starf í að koma lífsnauðsynlegri mannúðaraðstoð til skila og sinnir bráðnauðsynlegri félagslegri þjónustu við palestínska flóttamenn einkum á sviði heilbrigðis og menntunar.

„Að þessu leyti er UNRWA kemur ekkert í stað stofnunarinnar  og hún er ómissandi við að sinna mannlegri og efnahagslegri þróun Palestínumannaa. Margir telja einnig UNRWA líflínu mannúðar.”

(Fréttin hefur verið uppfærð)