A-Ö Efnisyfirlit

Brýn þörf á aðstoð er COVID-19 herjar á Sýrlendinga

Sameinuðu þjóðirnar hafa sent út neyðarkall í aðdraganda alþjóðlegrar ráðstefnu um vanda Sýrlands og nágrannaríkja þess sem haldin verður í Brussel 30.júní.

Neyðarkallið er sent út nú þegar afleiðingar COVID-19 eru farnar að skaða efnahag heimshlutans af fullum þunga og ástæða er til að óttast að enn sé grafið undan stöðugleika.

Búist er við að ríkisstjórnir og aðrir veitendur aðstoðar skuldbyndi sig til að láti 3.8 milljarðar Bandaríkjadala af hendi rakna til Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðila þeirra til verkefni í Sýrlandi og rúmlega 6 milljarða til flóttamanna og til stuðnings nágrannaríkjum Sýrlands.

Tekist hefur að mæta áætlunum um brýnustu þarfir annars vegar um 30% og hins vegar um aðeins 19%.

„Átökin í Sýrlandi hafa nú staðið yfir næstum því jafn lengi og fyrri og síðari heimsstyrjaldirnar samanlagt,” bendir Mark Lowcock framkvæmdastjóri mannúðarmála (OCHA) hjá Sameinuðu þjóðunum. „Heil kynslóð barna þekkir ekkert annað en vosbúð, eyðileggingu og skort.”

Meir en 11 miljónir manna þurfa á aðstoð og vernd að halda innan landamæra Sýrlands. Helmingur íbúafjöldans fyrir stríð, 13.2 milljónir hafa flúið heimili sín og eru ýmist innan landamæra Sýrlands eða hafa flúið land.

Þetta er mesti flóttamannavandi heims en 6.6 milljónir Sýrlendinga hafa flúið land, langflestir eða 5.5 milljónir til nágrannalandanna Tyrklands, Líbanon, Jórdaníu, Íraks og Egyptalands.

Ríkisstjórnir þessara ríkja hafa nú hýst milljónir berskjaldaðs fólks í nærri áratug og eiga sífellt erfiðara með að tryggja þeim þjónustu.

Ástandið hefur versnað enn undanfarna mánuði nú þegar ríkin glíma við alvarlegar félagslegar- og efnahagslegar afleiðingar COVID-19. Nýjar tölfræðilegar upplýsingar benda til að niðursveifla sé í hagkerfum gistiríkja sýrlenskra flóttamanna og fátækt fari vaxandi.

Öflugrar viðleitni er þörf til að hjálpa þeim sem höllustum fæti standa og tryggja stöðugleika.

Flóttamenn líða fyrir COVID-19

Milljónir flóttamanna hafa misst lífsviðurværi sitt, safna skuldum og geta í sívaxandi mæli ekki mætt grundvallarþörfum sínum.

Barnaþrælkun, kynbundið ofbeldi, barnahjónabönd og ýmiss konar misnotkun færist í vöxt.

„COVID-19 kreppan hefur svipt milljónir sýrlenskra flóttamanna og gistiþjóða þeirra lífsviðurværi,” segir Filippo Grandi Flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Þeir sem minnst mega sín í samfélaginu – þar á meðal milljónir flóttamanna – hafa misst óvissar og lágar tekjur sínar.“

 

Fréttir

11 mynd-dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum

Á hverju ári birta Sameinuðu þjóðirnar topp tíu lista yfir dæmi um verk sem samtökin telja brýnust í starfinu en í ár - á 75.afmælisári samtakanna hefur einu verið bætt við: baráttuna gegn COVID-1 faraldrinum.

#BLM: VIð endurritum ekki söguna en getum framvegis orðið...

Mótmælin gegn kynþáttahatri og kynþáttahyggju og Norðurlöndin.

COVID-19 kreppan er heiminum þörf áminning

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ef allt fari á versta veg og...

Taktu þér pásu áður en þú deilir

Rangfærslur, hatursorðræða og gervifréttir haga sér eins og veira. Þessi fyrirbæri leita að veikum blettum á okkur. Hlutdrægni okkar. Fordómum okkar. Tilfinningum okkar. Og rétt eins og þegar veirur eiga í hlut er öflugasta leiðin til að stöðva villandi upplýsingar er að stöðva útbreiðslu þeirra. 30.júní mun herferð Sameinuðu þjóðanna “Staðreynt (Verified)” leitast viðað fylkja liði fólks um allan heim og biðja það um að taka afstöðu gegn rangfærslum með því að taka sér „pásu” – staldra við.

Álit framkvæmdastjóra