Býflugur í hættu – en uppgangur hér

0
936

Býflugur eru í útrýmingarhættu og sú hætta ógnar einnig mannkyninu.  20. maí halda Sameinuðu þjóðirnar upp á Alþjóðlega býflugnadaginn. Tilgangurinn er að vekja fólk til vitundar um miklvægt hlutverk býflugna og annara frjóbera í vistkerfinu.

 Býfugna- eða býrækt á Íslandi er tiltölulega ný af nálinni en nokkur uppgangur hefur verið undanfarin ár. Býflugnarækt hófst hér á landi 1998. Virkir býræktendur á Íslandi eru fleiri en 130, að ógleymdum fjölskyldum þeirra. Yfir 230  bú voru „vetruð“ eins og það heitir á fagmáli haustið 2018. Eftir byrjunarerfiðleika eru vetrarafföll nú svipuð og á hinum Norðurlöndunum.

Þessi fimmeygðu skordýr og aðrir frjóbera skipta verulegu máli í fæðuframleiðslu um allan heim.

 Margar jurtir eru háðar frjóvgun með hjálp býflugna. Frjóvgun stuðlar að fæðuöryggi, tryggir góða uppskeru, tryggir lífsviðurværi bænda. Hún þýðingarmikil fyrir fjölbreytni villtra plantna, jafnvægi viskerfisins, heilbrigðan jarðveg og hreint loft. Raunar er það svo að 75% allrar uppskeru og 35% ræktaðs lands þarf á frjóberum að halda sem vernda vistkerfið.

Á barmi útrýmingar

Býflugur eru í hættu. Vísindamenn telja að þriðjungur allra býflugna og fiðrilda séu í útrýmingarhættu. Ef svo heldur fram sem horfir munu býflugur ekki verða til staðar til að frjógva margar mikilvægar og næringaríkar nytjaplöntur sem skila okkur hnetum, ávöxtum og grænmeti. Þar af leiðandi gæti afleiðingarnar orðið þær að fæða okkar gæti orðið einhæfari og í minna jafnvægi. Slíkt gæti haft skaðlega áhrif á lýðheilsu.

 

Enn má nefna að ef býflugum fækkar eða hverfa gæti það haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar í för með sér. Bændur hafa beitt markvissum aðferðum til að taka býflugur í þjónustu sína í því augnamiði að auka uppskeru, með góðum árangri. Afkastamikill landbúnaður, skaðlegt skordýraeitur, offjölgun fólks, útbreiðsla þéttbýlis, brotthvarf lands sem hýsir blóm, ruðningur skóga og loftlagsbreytinga hafa grafið undan frjóberum. Af þessum sökum er það ábyrgð allra að hlúa að býflugum; hvort heldur sem er neytenda, framleiðenda eða stjórnvalda.

Þörf fyrir sjálfbæran landbúnað

Mikilvægt er að styðja við bakið á og stunda fjöbreytta fæðuframleiðslu með fjölbreytni jurta í huga en slíkt kemur býflugum til góða. Á sama tíma er sjálfbær landbúnaður og lágmarks-notkun skodýraeiturs býflugum í hag.  Hægt er að styðja býflugnabændur í héraði sem búa til hrá-hunang.

20.maí halda Sameinuðu þjóðirnar Alþjóðlega býflugnadaginn til þess að koma upplýsingum um nytsemi býflugnanna fyrir manninn. Þar ber hæst með hvaða hætti er hægt að forða þessum mikilvægu frjóberum frá útrýmingu. Með því að vernda býflugur verndum við matvælaframboð í heiminum.