Dagur Sameinuðu þjóðanna: forskot á sæluna

0
298

Dagur Sameinuðu þjóðanna. Félag Sameinuðu þjóðanna og UNRIC tóku forskot á sæluna og héldu pallborðsumræður í tilefni af Degi Sameinuðu þjóðanna 20.október.

Frá vinstri Árni Snævarr upplýsingafulltrúi, Þórir Guðmundsson, Sigríður Víðis Jónsdóttir og Stefán Jón Hafstein.
Frá vinstri Árni Snævarr upplýsingafulltrúi, Þórir Guðmundsson, Sigríður Víðis Jónsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Mynd: Vala Karen.

Óvenju margir höfundar fjalla um alþjóðamál i bókum sem þegar eru komnar út fyrir jólin. Þrír höfundar voru gestir á hádegisfundi Félags Sameinuðu þjóðanna og UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í miðstöð Sameinuðu þjóðanna 20.október.

Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur sent frá sér Vegabréf íslenskt, Stefán Jón Hafstein Heimurinn eins og hann er og Þórir Guðmundsson Í návígi við fólkið á jörðunnni.  Höfundarnir þrír sækja allir í reynslu sína af störfum á alþjóðavettvangi og mismundandi hátt.

Fjörugar umræður

Fjörugar umræður um bækurnar þrjár
Fjörugar umræður um bækurnar þrjár

Sigríður, sem var kynningarstjóri UNICEF hefur víða farið frá Afganistan til Búrkina Fasó sem blaðamaður. Þórir Guðmundsson var ekki síður viðförull sem fréttamaður og bjó þar að auki í Kasakstan og Malasíu þegar hann starfaði hjá Rauða Krossinum og Ungverjalandi að auki. Stefán Jón Hafstein er nú diplómat og hefur auk starfa sína hjá matvælastofnunum SÞ í Róm unnið um árabil við þróunarstarf í Úganda, Malaví og Namibíu, að ekki sé minnst á störf hans við fjölmiðla.

Fjörugar umræður voru undir stjórn Árna Snævarr í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn var haldinn í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna sem er 24.október.