Í návígi við heiminn með íslenskt vegabréf

0
323
Mynd: Juliana Kozoski/Unsplash

Dagur Sameinuðu þjóðanna. Óvenju margir höfundar fjalla um alþjóðamál i bókum sem þegar eru komnar út fyrir jólin. Þrír höfundar eru gestir á hádegisfundi Félags Sameinuðu þjóðanna og UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, í miðstöð Sameinuðu þjóðanna 20.október.

Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur sent frá sér Vegabréf íslenskt, Stefán Jón Hafstein Heimurinn eins og hann er og Þórir Guðmundsson Í návígi við fólkið á jörðunnni.

Höfundarnir þrír sækja allir í reynslu sína af störfum á alþjóðavettvangi og mismunandi hátt. Því verður spennandi að stefna þeim saman á hádegisfundinum í miðstöð Saminuðu þjóðanna Laugavegi 77 fimmtudaginn 20.október.

Fundurinn er haldinn í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna sem er 24.október.

Dagur SÞ