Darfur viðræður hefjast í næsta mánuði segir Ban Ki-moon

0
441
6.september 2007 – Nýjar viðræður til að binda enda á ófriðinn í Darfur hefjast í næsta mánuði í Lýbíu. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti þetta í Khartoum, höfuðborg Súdans í dag. Hann hvatti stríðandi fylkingar til að leggja niður vopn og einbeita sér að samningaferlinu. 

Ban sagði fréttamönnum í Khartoum eftir viðræður við Omar al-Bashir, forseta Súdans  að sendimenn Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins, Jan Eliasson og Salim Ahmed Salim, myndu leiða viðræðurnar í nánu samráði við nágrannaríkin .
Ban sem hefur sagt að lausn Darfur-deilunnar verði forgangsmál í framkvæmdastjóratíð sinni, sagði að hann vonaðist ekki aðeins til að deilendur hættu vopnaviðskiptum og settust að samningaborðinu, heldur kæmust að pólitísku samkomulagi um lausn deilunnar og tryggðu öryggi til að liðka fyrir samningum.  
“Það verður að binda enda á ofbeldi og óöryggi, efla vopnahléseftirlit með væntanlegri friðargæslusveit UNAMID auk þess að bæta mannúðarástandið og skapa frjóan jarðveg fyrir  þróun og bata almennings í Darfur,” sagði hann. 
Meir en 200.000 manns hafa látið lífið og 2.2 milljónir flúið heimili sín vegna bardaga uppreisnarmanna annars vegar og stjórnarhers Súdans og hinna alræmdu vígasveita Janjaweed hins vegar . Milljónir manna treysta á neyðarastoð til að lifa af.  
 See more: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=23723&Cr=sudan&Cr1=