Einum milljarði máltíða sóað daglega

0
14
Sorp. Mynd: Jas Min/Unsplash
Sorp. Mynd: Jas Min/Unsplash

Matarsóun. Einn milljarður máltíða fór til spillis á heimilum jarðarbúa á hverjum degi árið 2022. Á sama tíma liðu 783 milljónir manna hungur og þriðjungur mannkyns glímdi við fæðu-óöryggi.

Matarsóun er einnig dragbítur á hagkerfi heimsins og ýtir undir loftslagsbreytingar, ágang á náttúruna og mengun. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna  (UNEP) reportsem gefin er út 27.mars í aðdraganda Alþjóðlegs dags engrar sóunar (30.mars).

Milljarði máltíða var sóað á heimilum hvern dag 2022. Mynd: Anna Oliinyk / Unsplash
Milljarði máltíða var sóað á heimilum hvern dag 2022. Mynd: Anna Oliinyk / Unsplash

 132 kíló á mann

Árið 2022 nam matarsóun 1.05 milljarði tonna (þar á meðaleru óætir hlutar). Þetta jafngildir 132 kílóum á hvert mannsbarn og nærri fimmtungi allrar fæðu sem stendur neytendum til boða.

60% allrar matarsóunar má rekja til heimila, en 28% til hvers kyns meðhöndlunar matvæla og 12% tapast í verslunum.

„Matarsóun er hnattrænn harmleikur. Milljónir manna líða hungur en á sama tíma er matvælum sóað um allan heim,“ segir Inger Andersen forstjóri Umhverfisstofnunarinnar.

„Þetta er ekki aðeins málefni sem snertir þróun heldur veldur þetta loftslaginu og náttúrunni miklum skakkaföllum. Góðu fréttirnar eru þær að ef öll ríki setja þetta málefni í forgang, er hægt að draga verulega úr sóun og tapi matvæla, minnka loftslagsáhrifin og tap hagkerfisins, auk þess að hraða framgangi Heimsmarkmiðanna.“

Markus Spisk/Unsplash
Öskutunnuar. Mynd: Markus Spisk/Unsplash

 Allt að 10% losunnar

Nýlegar tölur benda til að matarsóun og tap eigi þátt í 8-10% losunar gróðurhúsaloft-tegunda. Það er nærri fimm sinnum meira en fluggeirinn. Auk þess má rekja tap líffræðilegs fjölbreytileika til matatarsóunar því nærri þriðjungur alls ræktunarlands er notað til að framleiða matvæli sem fara til spillis.

Talið er að samanlagður kostnaður matævæla, sem sóað er eða fara á annan hátt til spillis, nemi einni trilljón Bandaríkjadala.

 .