Eldra fólk þarf stuðning í stafrænum heimi

0
634
Alþjóðlegur dagur eldra fólks
Gamalt fólk nýtur hreyfingar. UN Photo

 Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á nauðsyn þátttöku eldra fólks í hinum stafræna heimi. Í dag 1.október er Alþjóðlegur dagur eldra fólks. 

Þema alþjóðlega dagsins 2021 er „Stafrænt réttlæti fyrir allan aldur“. Því er ætlað að leggja áherslu á nauðsyn aðgangs að og þátttöku aldraðra í hinum stafræna heimi.

Nýlegar skýrslur Alþjóða fjarskiptasambandsins (ITU) benda til að konur og eldra fólks hafi síður aðgang að stafrænum vettvangi en aðrir hópar í samfélaginu. Ýmist skortir aðgang að tækni eða að viðkomandi njóta ekki til fulls þeirra möguleika sem tækniframfarir bjóða upp á.

Alþjóðlegur dagur eldra fólks
Eldri kona lærir á tölvu í Bosníu-Hersegóvínu. Eldri kona utan við heilsugæslustöð í Nepal.
Myndir. Amer Kapetanovic/UNFPA. Aisha Faquir/World Bank.

En á sama tíma og reynt er að tengja fólk meira en áður, birtast nýjar hættur. Tölvuglæpir og rangar upplýsingar ógna mannréttindum, einkalífi og öryggi eldri borgara. Stefnumörkun og stýring hafa ekki haldið í við hina hröðu þróun stafrænnar tækni. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur tekið saman vegvísi til þess að takast á við þessar áskoranir, njóta ávaxta tækninnar og minnka áhættu.

Eldra fólk þarf að vera í tengslum

„Að vera í tengslum við ástvini; taka þátt í trúarathöfnum, taka afstöðu. Allt þetta og margt annað fer nú fram í sívaxandi mæli á netinu, ekki síst nú þegar einstaklingar og samfélög glíma við takmarkanir vegna COVID-19 heimsfaraldursins,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðlegum degi eldra fólks. „Í heimi þar sem við glímum öll við það hve háð við erum að verða tækninni, eru fáir samfélagshópar sem gætu notið eins góðs af aðstoð og eldra fólk.“

#UNIDOP2021