Elyx leggur í 70 daga hnattferð

0
468
Elyx1

Elyx1

14.ágúst 2015. Teiknimyndapersónan Elyx, vef-sendiherra Sameinuðu þjóðanna, byrjar á morgun ferð í kringum jörðina á sjötíu dögum.

Tilefnið er sjötugsafmæli Sameinuðu þjóðanna 24. október í ár. Ísland er einn áfangastaða hans. 

Elyx, ætlar að heimsækja sveitir Sameinuðu þjóðanna og kynnast fólki í fimm heimsálfum í ævintýraferð sinni sem hægt verður að fylgjast með á vefsíðunni www.elyx70days.com og á samskiptamiðlum (Myllumerki (Hashtags) #UN70 og #Elyx70Days) frá og með laugardegi.

En hver er Elyx? Elyx, er af engu sérstöku kyni, kynþætti eða þjóðerni og hann hefur ekki þörf fyrir neitt tungumál. Elyx er hugarfóstur YAK sem er þekktur franskur listamaður.  Elyx er forvitinn að eðlisfari og fullur af gleði og gáska en hann á líka brýnt erindi við heimsbyggðina. Við fáum að sjá myndir af hnattferð hans fram að afmælisdegi Sameinuðu þjóðanna 24.október.

ElyxIceland8Elyx hefur undanfarið ár skotið upp kollinum þegar Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið upp á alþjóðadaga sína og hann hitti aðalframkvæmdastjórann Ban Ki-moon í byrjun júlí.

Elyx, heimsótti Ísland í sumar og fór á Snæfellsnes og hann er væntanlegur þangað á ný með haustinu.Tenglar um Elyx: 

• www.Elyx70Days.com
• Facebook Link: facebook.com/unric
• Twitter Link: twitter.com/uninbrussels
• Google Plus: plus.google.com/+unric
• Instagram: instagram.com/elyxyak