Evrópa: dæmalaus hlýindi um áramót

0
284
Hitamet
Bosnía-Hersegóvína á Balkanskaganum hefur kynnst öfgakenndu veðurfari á síðustu árum, allt frá ausandi rigningum til hitabylgja. © WMO/Bosko Hrgic

Loftslagsbreytingar. Á sama tíma og snjó hefur kyngt niður á Íslandi hefur allt annað verið upp á teningnum víða á meginlandi Evrópu nú í ársbyrjun. Þannig voru hitamet slegin víða um álfuna um áramótin að sögn Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO)  

Þessi óvenjulega veðurblíða hefur valdið þeim vonbrigðum sem óska sér hvítra jóla, að ekki sé minnst á skíðafólk því skíðasvæði annars staðar en í hálendi hafa liðið fyrir snjóskort.

Kemur ekki á óvart

Hitamet
Óvíst er hvort skíðafærið er jafngott í Saint Jean d’Aulps í Frakklandi núj og þegar þessi mynd var tekin. UN News/Daniel Johnson

Alþjóða veðurfræðistofnunin hefur minnt á að þetta þurfi ekki að koma á óvart því margstaðfestar tölur Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) bendi til að kuldatímabilum og frost-dögum muni fækka.

 „Athuganir benda til að jöklar haldi áfram að hörfa, sífreri og snjóþekja minnki, og snjótímabil styttist  í hlýnandi heimi,“ segir IPCC.

Samkvæmt WMO var hitastig um áramótin yfir 20 stigum í mörgum Evrópuríkjum, jafnveli í mið-Evrópu.

Hitamet voru tekin á landsvísu eða í einstökum landshlutum í mörgum ríkjum frá suðurhluta Spánar til austur- og norðurhluta álfunnar, að sögn WMO.

  Hitin hækkar á Spáni 

Hitamet
25.1 gráða í Bilbao er met um áramót.

Hitinn á flugvellinum í Bilbao í Baskalandi á norður-Spáni mældist 25.1C 1.janúar og var eins árs gamalt met bætt um 0.7C.

Venjulega er kalt á þessum árstíma í Besançon austarlega í Frakklandi. Hitinn þar mældist hins vegar 18.6 gráður á nýársdag, sem er 1.8C hærra en hitamet sem sett var í janúar 1918.

Í Dresden í Þýskalandi var methiti á gamlarársdag frá árinu 1961 þegar hitinn mældist 17.7C. Hitinn nú var töluvert hærri eða 19.4C. Þetta er þó hjóm eitt miðað við hástökkvarann, Varsjá, höfuðborg Póllands. Þar var hitamet slegið um 5.1C gráðu en gamla metið var frá nýársdegi 1993.

Frændur okkar, Danir, mældu 12.6C methita á Láglandi, sem var sjónarmun hærra en fyrra met frá ársbyrjun 2005.

Hæð yfir Miðjarðarhafi – lægð á Atlantshafi

WMO segir að hitaskeiðið á meginlandi Evrópu megi rekja til þess að háþrýstisvæði á Miðjarðarhafs-svæðinu hafi mætt lágþrýstingi á Atlantshafi.

Gagnvirkni hafi „kallað fram suðvestanátt sem hafi flutt heitt loft frá norð-vestur Afríku“ norður á bóginn. Þar að auki hafi loftið hlýnað yfir norður Atlantshafi vegna óvenjuhás hitastigs yfirborðs sjávar.

WMO bendir sérstaklega á áhrif hlýnandi sjávar á veðurmynstur en á austanverðu Norður-Atlantshafi hafi yfirborðshiti verið 1-2C hærri en að jafnaði og meira þegar nær dregur ströndum Íberíuskagans.

„Allt þetta hefur valdið hitametum í mörgum Evrópuríkjum um áramótin,“ segir WMO. Búast má við að veðuröfgarnir í Evrópu verði viðvarandi og færist í aukana.