Fangelsaðar íranskar blaðakonur hljóta verðlaun UNESCO

0
140
Mynd: UNESCO

UNESCO. Verðlaun Guillermo Cano. Þrjár fangelsaðar íranskar blaðakonur Niloofar Hamedi, Elaheh Mohammadi og Narges Mohammadi voru í dag sæmdar fjölmiðlafrelsis-verðlaunum Guillermo Cano á vegum UNESCO.

Niloofar Hamedi starfar fyrir Shargh, helsta blað umbótasinna í Íran. Hún var fyrst með fréttina af dauða Masha Amini í haldi lögreglu 16.september 2022. Hamedi hefur verið í einangrun í Evin-fangelsinu í Íran frá síðastliðnu hausti.

Elaheh Mohammadi skrifar í annað blað umbótasinna Ham-Mihan og fjallar aðallega um félags- og jafnréttismál. Hún fjallaði um útför Masha Amini og hefur einnig verið í Evin-fangelsinu frá september 2022.

 Narges Mohammadi hefur unnið um árabil fyrir ýmis dagblöð. Hún er einnig í forystusveit mannréttindasamtaka. Hún afplánar nú 16 ára fangelsisdóm í Evin-fangelsinu. Hún hefur haldið áfram störfum innan fangelsismúranna og tekið viðtöl við aðra kvenfanga. Þessi viðtöl hafa komið út á bók. Hún hlaut hugrekkisverðlaun Fréttamanna án landamæra 2022.

Verðlaunin verða afhent 2.maí í New York að viðstaddri  Audrey Azoulay, forstjóra UNESCO.

Tilkynnt er um vinningshafa Guillermo Cano verðlaunanna á Alþjóðlegum degi fjölmiðlarfrelsis.