FAO: ástand fiskistofna í heiminum alvarlegt

0
675
fish

fish

8.júlí 2016. 90% af fiskistofnum heims eru nú fullnýttir eða ofveiddir, að því erf ram kemur í nýrri skýrslu FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Búist er við að veiðar aukist um 17% á næstu tíu árum. Rányrkja á fiskistofnum hefur meir en þrefaldast frá því á áttunda áratugnum og eru 40% veiða á algengustu fisktegundum á borð við túnfisk ósjálfbærar að því erf ram kemur í yfirliti FAO um fiskveiðar í heiminum sem gefið er út á tveggja ára fresti.

Alvarlegast er ástandið í Miðjaðarhafi og Svartahafi en þar er ofveiði 60% um fram það sem sjálfbært getur talist.
Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum, að því er fram kemur í skýrslunni eða tuttugu kíló á mann að meðaltali, og er það ekki síst að þakka auknu framboði á eldisfiski. Búist er við að framboð á eldisfiski verði orðið meira en á veiddum fiski eftir fimm ár.

Mynd: makríll á markaði í Pusan í Suður-Kóreu. UN Photo/M Guthrie