Landslið Sameinuðu þjóðanna

0
503
Zidane

Zidane

7.júlí 2016. Lionel Messi, Zinedine Zidane, Michael Ballack og David Beckham eiga það ekki bara sameiginlegt að vera með bestu knattspyrnumönnum sögunnar, heldur hafa þeir allir gengið til liðs við Sameinuðu þjóðirnar sem góðgerða sendiherrar.

 Frakkinn Zinédine Zidane, þjálfar nú spænska liðið Real Madrid en varð heimsmeistari með Frökkum 1998. Hann hefur allt frá því árið 2001 verið góðgerða-sendiherra Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og hefur lagt baráttunni gegn fátækt í heiminum lið.

Ballack

BallackMichael Ballack gerði garðinn frægan með Bayer Leverkusen, Chelsea og þýska landsliðinu. Hann hefur frá 2006 unnið á vegum UNAIDS, Alnæmisstofnun Sameinuðu þjóðanna við að vekja athygli á alnæmi.

Hann hefur unnið við framtakið Health 4 Men í Suður-Afríku þar sem sjónum er beint að hommum.
„Ég tel að það sé mikilvægt að við berjumst gegn HIV smiti því þegar öllu er á botninn hvolft, snertir þetta okkur öll,” segir Ballack. Það er ekki tilviljun að kraftar Ballack séu taldir nýtast í Suður-Afríku því þar er talið að flest HIV smit séu í heiminum í dag en 5.6 milljónir manna eru smitaðir.
„Ég hef þegar lært margt í þessu starfi og hlakka til að halda áfram að vinna með UNAIDS í því að reyna að stöðva útbreiðslu HIV,” segir Ballack.

 Messi

MessiLionel Messi hefur margoft verið kosinn besti knattspyrnumaður heims og Evrópu og orðið heimskunnur fyrir leik með Barcelona og argentíska landsliðinu. Hann hefur frá 2010 verið góðgerða-sendiherra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Hann hefur lagt börnum sem standa höllum fæti lið og heimsótt í því skyni heimaland sitt Argentínu, Costa Rica og Haítí til að auka vitund fólks um vanda barna og styðja starf UNICEF og samstarfsaðila þess.

Frá því Sjálfbæru þróunarmarkmiðin (SDGs) voru samþykkt síðastliðið haust hefur Messi einnig tekið að sér sendiherrastarf fyrir þann málstað.

BeckhamBeckham

Sparkvissi Englendingurinn David Beckham er ekki aðeins þekktur sem sigursæll knattspyrnumaður með Manchester United, Real Madrid og enska landsliðinu, heldur einnig lagt tískuheiminn að fótum sér, að ekki sé minnst á slúðurblöðin. 

Hann hefur lagt gjörva hönd á fleira því hann hefur tekið virkan þátt í verkefni UNICEF; Íþróttir í þágu þróunar allt frá því árið 2005 og hann mun einnig taka þátt í vitundarvakningu um Sjálfbæru þróunarmarkmiðin.