Fjarri fyrirsögnunum: hinn endalausi harmleikur Afganistans

0
15
29 milljónir Afgana þurfa á mannúðaaðstoð að halda.
29 milljónir Afgana þurfa á mannúðaaðstoð að halda. Mynd. OCHA/Sayed Habib Bidell

Fjarri fyrirsögnunum. Afganistan hefur enn ekki náð sér eftir áratuga átök og glímir við efnahagskreppu og náttúruhamfarir á síðasta ári.    

Skilti þar sem stendur Heimsvandamál : Fjarri fyrirsögnumUm hvað snýst málið?

29 milljónir Afgana þurfa á mannúðaraðstoð að halda innanlands, að mati Sameinuðu þjóðanna. Þar af eiga 40%, eða 17.2 milljónir, í erfðileikum með að afla sér matar (OCHA).

Afganistan stendur frammi fyrir fordæmalausum mannúðarvanda og vofa kerfisbundið hrun og hamfarir yfir. Auk mannlegra þjáninga er hætta á á afturför í stað þeirra framfara, sem orðið hafa undanfarin 20 ár, ekki síst í jafnréttismálum.

Bakgrunnurinn

Tveggja áratuga átökum Talibana og afganska stjórnarhersins lauk í ágúst 2021. Talibanar komust þá á ný til valda, en þeim hafði verið vikið frá völdum eftir inngrip Bandaríkjanna og fleiri ríkja i kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Bandaríkin 2001.

450 þúsund Afgönur hefur verið vísað frá Pakistan á undanförnum 2-3 mánuðum.
450 þúsund Afgönum hefur verið vísað frá Pakistan á undanförnum 2-3 mánuðum. Mynd: OCHA/Sayed Habib Bidell

Stjórn Talibana nýtur ekki alþjóðlegrar viðurkenningar. Frá valdatöku hennar hefur efnahagskreppa herjað á landið, hungur og vannæring eru alvarleg vandamál. Verðbólga æðir áfram, og fátækt hefur aukist. Heilbrigðiskerfið er nánast hrunið og fjölmiðlar eru múlbundnir og almannasamtök sæta harðræði.

Helmingur landsmanna, konur og stúlkur, er að mestu leyti útilokaður úr opinberu lífi.

Áhrif á fólk og umhverfi

15.8 milljónir af 41.7 milljónum íbúa glíma við brýnt fæðuóöryggi.

Þriðji hver landsmaður veit ekki hvar hann fær sína næstu máltíð.

Konur og stúlkur eru nánast útilokaðar frá opinberu lífi.
Konur og stúlkur eru nánast útilokaðar frá opinberu lífi. Mynd: OCHA/Sayed Habib Bidell

Auk vandans vegna valdatöku Talibana og afleiðinga langvinnra átaka, urðu þrír mannskæðir jarðskjálftar (6.3 á Richter) á aðeins 8 dögum í október. 275 þúsund manns urðu fyrir barðinu á náttúruhamförunum. 40 þúsund hús skemmdust og 10 þúsund eyðilögðust. Þúsundir búa enn í tjöldum og bráðabirgðaskýlum á svæðum þar sem vetur eru fimbulkaldir.

450 þúsund Afganir hafa verið fluttir til heimalands síns frá Pakistan frá því stjórn síðarnefnda landsins lýsti þá „ólöglega útlendinga“ 1.nóvember 2023. 85% fólksins eru konur og börn. Fólkið þarf á aðstoð að halda við landamærin og langtíma aðstoð við að aðlagast samfélaginu að nýju.

Sameinuðu þjóðirnar hafa komið mannúðaraðstoð til á þriðja tug milljónar manna.
Sameinuðu þjóðirnar hafa komið mannúðaraðstoð til á þriðja tug milljónar manna. OCHA/Sayed Habib Bidell

Aðgerðir Sameinuðu þjóðanna  

Frá janúar til október á þessu ári hafa Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar þeirra komið lífsnauðsynlegri aðstoð til 26.5 milljón manna, þar af 14.2 milljóna kvenna og stúlkna.

Hjálparstarfið í landinu líður fyrir fjárskort. Áætlað var að það þyrfti 3.1 milljarð Bandaríkjadala fjárveitingar til að standa straum af nauðsynlegri aðstoð við Afgan 2023, en þá tókst aðeins að afla rétt tæplega 42%.  Óskað er eftir álíka hárri fjárhæð í ár, eða 3.1 milljarði dala.

Starfsmenn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna ræða við flóttamenn við Torkham landamærastöðina.
Starfsmenn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna ræða við flóttamenn við Torkham landamærastöðina. Mynd: OCHA/Sayed Habib Bidell

Sameinuðu þjóðirnar á vettvangi

Sveit Sameinuðu þjóðanna, UNAMA, hefur starfað í Afganistan um árabil og styður landsmenn og stofnanir þeirra með það að markmiði að koma á friði og stöðugleika.

Margar stofnanir samtakanna láta málefni landsins til sín taka, ekki síst þau sem sinna mannúðaraðstoð, til dæmis Samræmingarskrifstofu mannúðarmála (OCHA). Flóttamannahjálpin (UNHCR) og stofnun farandfólks (IOM) hafa verið störfum hlaðnar enda  2.6 milljónir Afgana, skrásettir sem flóttamenn, þar af 2.2 milljónir í Íran og Pakistan einum saman. Aðrar 3.5 milljónir eru á vergangi innanland. UN WOMEN hefur sinnt málefnum afganskra kvenna um árabil. Á meðal annars stofnana, innan SÞ teymisins í landinu má nefna UNDP, WHO, UNODC, UNFPA, WFP, UNICEF, UNMAS og Alþjóðabankann.

Afganistan stendur frammi fyrir foræmalausum mannúðarvanda og vofakerfisbundið hrun og hamfarir yfir. Mynd: OCHA/Sayed Habib Bidell
Afganistan stendur frammi fyrir foræmalausum mannúðarvanda og vofakerfisbundið hrun og hamfarir yfir. Mynd: OCHA/Sayed Habib Bidell

Heimsmarkmið sem tengjast vandanum

Um mörg hinna 17 Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er að tefla í kreppunni, sem Afganistan er í þessa stundina. Má nefna #1 (Engin fátækt), #2 (Ekkert hungur) #5 (Jafnrétti kynjanna), #8 (Góð atvinna og hagvöxtur) og #16 (Friður og réttlæti).

Hvernig getur þú lagt lóð á vogarskálarnar?

  • Styðjið Matvælaáætlun SÞ (WFP), hér.
  • Styðjið afganska flóttamenn, hér.
  • Styðjið afganskar konur, hér.
  • Styðjið UNICEF, hér.
  • Styðjið OCHA, hér.