Fjölmiðlar lykill að valdeflingu frumbyggja

0
482

Rax7
9. ágúst 2012. Alþjóðlegur dagur frumbyggja. Þema Alþjóðlegs dags frumbyggja, 9. ágúst 2012,  er “Fjölmiðlar frumbyggja, valdefling radda frumbyggja.”
Með því að velja þetta þema er ætlunin að beina kastljósinu að hlutverki fjölmiðla við að skora á hólm staðalmyndir, efla sjálfsmynd frumbyggja,  eiga samskipti við aðra og hafa  félagsleg og pólitísk áhrif.

„Fjölmðlar eru mikilvægt tæki frumbyggja til að vernda tungumálið og að nota réttindi sín og vernda,” segir James Anaya, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna á sviði réttinda frumbyggja.

Grænlenskir Inútar og Samar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru einu frumbyggjar ríkja Vestur-Evrópu. Þeir hafa þurft að berjast við kúgun og mismunun um langan aldur en á undanförnum áratugum hafa orðið róttækar breytingar sem náð hafa hámarki í sjálfstjórnarsamningi Grænlands og Danmerkur 2009 og auknum pólitískum áhrifum Sama á Norðurlöndunum þremur.

Í síðustu skýrslu sinni um Sama segir Annaya niðurstöður sínar um margt jákvæðar:

“Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa veitt málefnum frumbyggja mjög mikla athygli borið saman við önnur ríki. Að mörgu leyti eru…Norðurlöndin mikilvægar fyrirmyndir í að tryggja réttindi frumbyggja.”

Eins og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bendir á í ávarpi á Alþjóðadegi frumbyggja, þá eru fjölmðilar frumbyggja farvegur radda þeirra “sem segja áhrifaríkar sögur um aldalanga baráttu gegn óréttlæti og mismunun og baráttu fyrir úrræðum og rétti til að vernda menninguna, tungumálið, andann og hefðirnar.”

Allt þetta á við um fjömiðla frumbyggja á Norðurlöndum eins og sjá má á greinum í þessum greinaflokki.

Sjá almennt um Alþjóðadag frumbyggja á vettvangi Sameinuðu þjóðanna:
http://www.un.org/events/indigenous/2008/index.shtml