Fjórðungur milljónar drukknar á hverju ári

0
84
Börn í sundkennslu
Börn, karlar og svo allir sem búa nálægt vatni eru stærstu áhættuhóparnir. Mynd: © Unsplash/Raj Rana

 Alþjóðlegur dagur til varnar drukknun. 236 þúsund manns drukkna á hverju ári í heiminum. Stór hluti þeirra, sem þannig týna lífi, eru börn á aldrinum eins til fjögurra ára. Drukknun er jafnframt þriðja algengasta tegund dauðaslysa. 25.júlí er Alþjóðlegur dagur til varnar drukknun.

Markmið dagsins er að beina athygli að vörnum gegn drukknum sem lýðheilsumálefni. Einnig er ætlunin að minnast þeirra sem látist hafa á þennan hátt og styðja þá sem misst hafa ástvini.

Af þeim sem drukkna eru hlutfallslega flestir á aldrinum eins til fjögurra ára. 7% af þeim sem látast í slysum drukkna.

Sundkennsla er auðvitað mikilvæg.
Sundkennsla er auðvitað mikilvæg. Mynd: © Unsplash/Kevin Paes

Flestir drukkna í fátækari ríkjum

Þetta er vandamál um allan heim en þó gerast 90% slíkra slysa í lág- eða meðaltekjuríkjum. Rúmlega helmingur allra drukknanna eru í vesturhluta Kyrrahafsins og suðaustur Asíu. Tíðni drukknanna eru 27 til 32 sinnum hærri en í ríkjum á borð við Bretland eða Þýskaland.

Alþjóða heilbirgðismálastofnunin (WHO) gaf út fyrstu skýrslu um drukknun í heiminum (Global report on drowning). Þar voru ríki hvött til aðgerða til að koma í veg fyrir slíka. Í framhaldinu ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að 25.júlí skyldi vera Alþjóðlegur dagur til varnar drukknun.

Björgunarvesti eru mikilvæg.
Björgunarvesti eru mikilvæg. Mynd: © Unsplash/Miguel A Amutio

Aðgerðir

WHO vekur athygli á nokkrum lítt kostnaðarsömum aðgerðum, sem geta minnkað líkurnar á drukknunum. Þar á meðal eru:

  • Að læra að synda og kynna sér öryggi við vatn. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir börn frá 6 ára aldri. Fyrir utan að sundkunnátta gagnast út æfina er hér um prýðis líkamsrækt að ræða.
  • Að læra björgun og endurlífgun. Líkur á að lifa af eykst verulega ef hjarta-lungnalífgun er beitt eins fljótt og hægt er, eftir að manneskju er bjargað úr vatni.
  • Tryggja ber að börn séu alltaf í fylgd ábyrgra fullorðinna nærri vatni. Hvort sem um er að ræða tjörn, á, strönd, sundlaug eða baðker, er eftirlit fullorðinna alltaf nauðsynlegt til að barn geti notið vatnsins á öruggan hátt.
  • Ætíð ber að klæðast björgunarvesti þegar ferðast er á vatni, og gildir einu hversu vel syndir viðkomandi eru.
  • Þá ber að fylgjast vel með veðurfari og að bátur sér búinn viðunandi öryggisbúnaði og sé í góðu lagi.