Fólksflutningar landa á milli: öflugur drifkraftur hagvaxtar

0
404
Alþjóðlegur dagur farandfólks
Alþjóðlegur dagur farandfólks.Mynd: IOM/Muse Mohammed.

Alþjóðlegur dagur farandfólks. Áætlaður fjöldi fólks sem flyst á milli landa – farandfólks- hefur aukist undanfarna fimm áratugi. Nú er talið að um 281 milljón manna fylli flokk farandfólks, það er að segja búi í öðru landi en fæðingarlandi sínu. 18. desember er Alþjóðlegur dagur farandfólks.

‘„Í dag flytur 80% farandfólks á milli ríkja á öruggan og reglubundin hátt. Þessir fólksflutningar eru öflugur drifkraftur hagvaxtar, athafnasemi og skilnings,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni alþjóðlega dagsins.

Alþj dagur farandfólks
Mynd: Vera Davidova/Unsplash

Hins vegar, flosnar fólk upp um allan heim vegna átaka, sjúkdóma, náttúruhamfara og loftslagsbreytinga.

Við árslok 2021 höfðu 59.1 milljón manna flúið heimili sín og hafði fjölgað um 4 milljónir frá fyrra ára. Þar af höfðu flúið ofbeldi og átök en 5.9 milljónir náttúruhamfarir.

Á síðustu átta árum hafa 51,000 manns látist  og þúsundir horfið í viðleitni til að komast í skjól eða öðlast betra líf.

Manneskjur á bakvið tölur

„Á bakvið hverja tölu er manneskja; systir, bróðir, dóttir, sonur, móðir eða faðir,“ segir Guterres í ávarpi sínu. „Réttindi farandfólks eru mannréttindi. Þau ber að virða án mismununar og án tillits til þess hvort fólk er þvingað til að taka sig upp og yfirgefa heimkynnin, gera það af fúsum og frjálsum vilja eða hafa leyfi til flutninga.“

Farandfólk í Líbýu.
Farandfólk í Líbýu. Mynd: IOM.

Aðalframkvæmdastjórinn seigr að auka þurfi farvegi fyrir farandfólk sem byggi á lögum og reglu. Skjóta þurfi fleiri stoðum undir slíkt í þágu Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun og til þess að koma til móts við skort á vinnuafli.

„Og við þurfum aukinn alþjóðlegan stuðning við fjárfestingar í upprunaríkjum til þess að tryggja að fólksflutningar séu af fúsum og frjálsum vilja en ekki af illri nauðsyn,“ sagði Guterres. „Það er enginn fólksflutningakreppa, það er hins vegar samstöðukreppa.“