Forsætisráðherra: jafnrétti verði í fyrirrúmi í endurreisn eftir COVID-19

0
637
Ræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra flutt af myndbandi í sal Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hvatti til þess að “jafnrétti kynja og kynþátta” verði í fyrirrúmi í endurreisn eftir COVID-19 faraldurinn.

Í ávarpi sem var flutt á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í umræðum um 75 ára afmæli samtakanna sagði forsætisráðherra að heimsfaraldurinn renndi enn frekari stoðum undir grunngildi Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði að alþjóðasamvinna hefði aldrei verið mikilvægari. „Við skulum hafna sundrungaröflum og lýðhyggju.”

Katrín Jakobsdóttir
Katrín forsætisráðherra flutti ávarp af myndbandi fyrir fund um jafnrétti á vettvangi SÞ 17.september síðastliðinn. UN Photo/Eskinder Debebe

„Okkur ber að hafa jafnrétti kynja og kynþátta að leiðarljósi í enduruppbyggingu og endurhugsun veraldar eftir COVID-19. Aðgengi allra að heilsugæslu er ekki aðeins þýðingarmikið lýðheilsunanr vegna heldur einnig öryggis. Þegar efnahagskreppur herja á okkur er tilhneiging til að setja félagslegt réttlæti og jafnrétti til hliðar, auk umhverfismála. En jafnrétti og umhverfismál verða alltað að vera í fyrirrúmi í öllu okkar skipulagi,” sagði Katrín Jakobsdóttir.