Forseti Úganda: „Þurfum ekki þróunaraðstoð“

0
523

LLH 2.0 Generic CC BY-ND 2.0

28.febrúar 2014. Mörg Norðurlandanna hafa skrúfað fyrir þróunaraðstoð við stjórnina í Úganda eftir gildistöku laga til höfuðs samkynhneigð. Norðmenn muna að minnsta kosti fresta að greiða andvirði 8.2 milljóna Bandaríkjadala og Danir 8.6 milljónir. Að sama skapi verður aðstoð við baráttusamtök fyrir mannréttindum og lýðræði aukin. Íslendingar hugleiða einnig að beina aðstoð sinni beint til samtaka LHBT fólks og Svíar ætla að endurskoða þróunarsamvinnu við Úganda. 

Gripið er til þessara aðgerða vegna nýju laganna í Úganda þar sem allt að „lífstíðarfangelsi“ er krafist fyrir „alvarlega samknynhneigð“. En spyrja má hvort það bæti hag venjulegra Úgandabúa að halda eftir þróunaraðstoð?
Þessu svarar Magnus Flacké,forsprakki Afríkuráðsins í Noregi afdráttarlaust neitandi.
„Úganda hefur sett ömurleg lög og við höfum þungar áhyggjur af stöðu samkynhneigðra í landinu. En við óttumst að það hafi slæmar afleiðingar fyrir þá að þróunaraðstoð sé stöðvuð. Gott er að ríkisstjórnin taki þetta mál alvarlega og að það hafi afleiðingar. Á sama tíma verður að líta á mannréttindi í víðari skilningi. Það er ekki heillavænlegt að tengja niðurskurð þróunar við lögin til höfuðs samkynhneigð,“ segir Flacké.

Bæði Mogens Jensen, þróunarmálaráðherra Dana og Børge Brende, utanríkisráðherra Norðmanna hafa bent á að lögin brjóti í bága við stjórnarskrá Úganda og alþjóðlegar skuldbindingar landsins. Þeir telja að það muni bæta mannréttindaástandið að styrkja borgaralegt samfélag í stað ríkisins.

Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar tók málið upp í heimsókn sinni til Úganda í þessari viku. Upphaflega átti einungis að ræða efnahags- og þróunarmál en hann lét það verða sitt fyrsta verk að heimsækja baráttufólk innan raða homma, lesbía, tvíkynhneigðra og transfólks.

Sex alþingismenn hafa lagt fram þingsályktunartilllögu þar sem utanríkisráðherra Íslands er falið að flytja þróunaraðstoð til þannig að hún renni til samtaka LHBT-fólks í Úganda. Að auki er hvatt til samstöðu Norðurlanda í þessu máli.

Gerald Sentongo, mannréttindaforkólfur frá Úganda sem fengið hefur hæli í Noregi segir í viðtali við UNRIC að hann styðji niðurskurð þróunaraðstoðar í mótmælaskyni.
„Ég var í hópi margra baráttumanna fyrir mannréttindum í Úganda sem voar lengi á móti því að skrúfa fyrir þróunaraðstoð til að mótmæla þessum lögum. Við vorum hrædd um að hommum og lesbíum yrði kennt um niðurskurð til skóla, sjúkrahúsa og vegagerðar. Áður en lögin voru undirrituð, var það öflugasta vopn veitenda aðstoðar, að ræða við stjórnina á grundvelli aðstoðarinnar. En diplómatísk ráð hafa brugðist og martröðin er orðin að veruleika. Ríkisstjórn Úganda hefur ekki sýnt áhuga á viðræðum og því er ekki annað að gera en að skera niður þróunaraðstoðina.“

Museveni, forseti lætur sér fátt um finnast.  „Úganda er auðugt land. Við þurfum ekki þróunaraðstoð“, segir hann. 

Mynd: LLH 2.0 Generic (CC BY-ND 2.0)