Lagasetningu þarf vegna loftslagsbreytinga

0
493

climate

27.febrúar 2014. Ný úttekt á lagasetningu til höfuðs loftslagsbreytingum í 66 ríkjum hefur verið afhent fulltrúm helstu stofnana Sameinuðu þjóðanna, þingmönnum frá 50 ríkjum og Alþjóðabankanum.

Rannsóknin nær til ríkja sem bera ábyrgð á 88% losunar koltvíserings sem veldur loftslagsbreytingum í heiminum. Þar eru skilgreind fjöldi atriða sem gætu haft áhrif á árangur alþjóðlegra samningaviðræðna sem munun á hámarki á loftslagsráðstefnu í París næsta ár.

Samtökin Global Legislators Organisations hefur beitt sér fyrir nýjum félagsskap um lagasetningu í loftslagsmálum, The Partnership for Climate Legislation, með stuðningi Alþjóðabankans og Sameinuðu þjóðanna í því skyni að bregðast við efni úttektarinnar.  Þar kemur fram að af 66 ríkjum hafa 64 þokast fram á við í setningu laga um loftslagsbreytingar eða tengd viðfangsefni einkum á sviði orkumála. Ætlunin er að samtökin styðji við löggjafarsgtarf í öllum sextíu og sex ríkjunum. 

Christiana Figueres, forstjóri UNFCCC, stofnunarinnar sem heldur utan um loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að “hreina byltingin” sé borin áfram með lagasetningu: “Reynslan sýnir að þegar löggjöf um hreina orku er hrint í framkvæmd, fylgja fjárfestingar á sviði hreinnar orku á eftir.

Tenglar frá UNRIC um þetta efni:

Sérstakir sendimenn á sviði Loftslagsmála: https://unric.org/en/latest-un-buzz/28942-two-special-envoys-take-up-climate-change-challenge
Þróun án loftslagsstefnu er óhugsandi: https://unric.org/en/latest-un-buzz/28872-no-rethink-of-development-can-ignore-climate-change
Ósýnilegir loftslags-flóttamenn: https://unric.org/en/latest-un-buzz/28883-the-invisible-climate-refugees
„Enginn grænn vöxtur án jafnréttis kynjanna”: https://unric.org/en/latest-un-buzz/28945-no-green-growth-without-gernder-equality