Manndréttindafulltrúi SÞ hvetur til að tillit verði tekið til kvenna í viðskiptasáttmála

0
441
alt

Navi Pillay, Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að tekið verði tillit til mannréttinda, þar á meðal réttinda kvenna, í svokallaðri Doha-lotu, viðræðna um alþjóðlegan viðskiptasamaning á vegum WTO, Alþjóða viðskiptastofnunarinnar.

alt

Navy Pillay, Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna (UN High Commissioner for Human Rights)

“Heimurinn þarfnast viðskiptasamnings þar sem jafnvægi ríkir og þarfir hinna hungruðu – kvenna, karla og barna- eru í forgrunni. Þegar árangur er metinn er ekki nóg að líta eingöngu á hagvöxt og magn viðskipta með vöru og þjónustu. Einnig verður að líta á áhrif slíkra viðskipta á þá sem eru á jöðrum heimsmarkaðarins og hafa enga stjórn á þeirri ósýnilegu hönd sem skapar lífsskilyrði þeirra,” skrifar frú Pillay í grein sem birtist í ýmsum dagblöðum í tilefni af árlegu opnu þingi WTO 15. – 17. september.

Í grein sinni segir Mannréttindafulltrúinn að þróuðum ríkjum beri að afnema niðurgreiðslur sem skekki markaðinn, sérstaklega í ljósi þess að þróunarríki hafi ekki bolmagn til að bjóða bændum sínum, slíka þjónustu. “Það er ljóst að reglubundið alþjóðlegt viðskiptakerfi verður að leitast við að leiðrétta þetta ójafnvægi með aðgerðum sem byggjast á réttindum og kynbundinni nálgun til að styrkja valdeflingu kvenna. Að minnsta kosti ber að tryggja að möguleikar þeirra til að tryggja sér fæðu séu ekki skertir með því að hygla útflytjendum og að ríki veiti ekki fé til að auka þessa skekkju. Vissulega er aðgangur að fæðu mannréttindi,” skrifar Mannréttindafulltrúinn.