Gleðilegan móðurmálsdag!

0
503
international mother language day

international mother language day

21. febrúar 2016. Þema alþjóðadags móðurmálsins í ár er „Gæta menntun, kennslumál og árangur kennslu“.

Með þessu er undirstrikað mikilvægi móðurmáls við að útvega gæðamenntun og fjölbreytni tungumála í því að efla framgang Áætlunar 2030 í þágu Sjálfbærrar þróunar.

„Móðurmál, sem hluti fjöltungumála-aðferðar, er geysimikilvægur hluti hágæðamenntunar, sem síðan er grundvöllur valdeflingar kvenna og karla og samfélaga þeirra,“ segir Irina Bokova, forstjóri UNESCO, mennta-, vísinda-, og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á móðurmálsdaginn.

Fjórði liður Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna og Áætlunar 2030 kveður á um að „Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla.“  . Markmiðið er að gera öllum konum og körlum kleift að afla sér nauðsynlegrar hæfni og þekkingar til að verða það sem þau vilja og taka fullan þátt í samfélögum sínum. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir stúlkur og konur, auk minnihlutahópa, frumbyggja og fólks í dreifbýli.

Fjöltungustefna er mikilvægur liður í að knýja þessi markmið áfram og vega þungt í árangri Áætlunar 2030 um hagvöxt, atvinnu og heilbrigði, auk sjálfbærrar neyslu og framleiðslu og loftslagsbreytingar.

UNESCO einblínir að sama skapi á að efla tungumálalega fjölbreytni á netinu með því að styðja staðbundið efni , auk fjölmiðal og upplýsingalæsi.
Sjá nánar hér.