Google-leit í auglýsingum UN Women

0
467

 

UN-Women-Ad-1 495x700 jpg

21.október 2013. Í nýrri hrinu auglýsinga á vegum UN Women – Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna er notast við raunverulega leitir á Google til að sýna fram á útbreidda mismunun gegn konum.

Í auglýsingunum er byggt er á leitarorðum á google 9.mars 2013 þar sem neikvæðni gagnvart konum, allt frá staðalímyndum til brotum á réttindum kvenna, ríða húsum. Dæmi um þessi leitarorð eru „konur geta ekki ekið“ eða „konur ættu ekki að kjósa.“
“Þegar við rákumst á þetta vorum við undrandi og hneyksluð á hversu neikvætt þetta var og ákváðum að færa okkur þetta í nyt,“ Christopher Hunt, listrænn stjórnandi sköpunarteymisins sem vinnur fyrir UN Women. Algengum leitarorðum á Google er einfaldlega sett yfir munninn á myndum afkonum, rétt eins og það eigi að þagga niður í þeim.
“Auglýsingarnar hreyfa vð manni því þær sýna hversu langt við eigum í land með að ná jafnrétti. Þeim er ætlað að vekja fólk til umhugsuanr og við vonum að auglýsignarnar fari langt og víða,“ bætir textahöfundurinn Kameer Shuhaibar við.