Auðlindir lykill að alþljóðlegri viðurkenningu

0
530

 

Rax6

9. ágúst 2012. Alþjóðlegur dagur frumbyggja. Grænland, stærsta eyja jarðar gæti orðið fyrsta sjálfstæða ríki frumbyggja á vorum dögum ef yfirstandandi leit að olíu,gasi og verðmætum í jörðu ber árangur.
Kuupik Kleist, forsætisráðherra  “Naalakkersuisut”, eða grænlensku heimastjórnarinnar hefur lýst yfir að landið muni óska eftir sjálfstæði frá Danmörku þegar efnahagsástandið leyfir. Í sjálfsstjórnarsamningi við Danmörku frá 2009 er viðurkennt að Grænlendingar séu sérstök þjóð sem hafi rétt til sjálfsákvörðunar og aukinn rétt yfir hugsanlegum olíufundi.

Í reynd opnar samningurinn fyrir sjálfstæði Grænlands ef/þegar Grænlendingar eru sjálfum sér nægir en nú reiða þeir sig á styrki frá Danmörku. Grænland hefur verið hluti danska ríkisins í þrjú hundruð ár en fékk takmarkaða heimastjórn árið 1979.
Hvort sem sjálfstæðis verður að veruleika er ljóst að þetta ferli hefur eflt sjálfstraust Grænlendinga.
Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um Sjálfbæra þróun, Rio+20, sagði Kleist Grænlendinga “tala máli frumbyggja heimsins” og sagði að Grænlendingar myndu áfram styðja frumbyggja hvarvetna. 

 “Það er vegna þess að við höfum ekki gleymt vináttunnar sem við höfum notið við aðra frumbyggja um víða veröld,” skrifaði Kleist í grein og bætti við að Grænlendingar hefðu sótt innblástur til annara frumbyggja við stofnun heimasstjórnar og stjórnar í eigin málum.
 “Margir frumbyggjar heimsins lít á Grænlendinga sem ríki frumherja. Okkar ágæta samvinna við Danmörku hefur greitt fyrir því að á okkur er hlutsað þegar við vilijum leggja lóð okkar á vogarskálarnar og bæta réttindi og stöðu frumbyggja.”

Það eru ekki aðeins augu frumbyggja heldur alls heimsins sem hvíla á Grænlandi þessa dagana. Undanfarna mánuði hefur forsætisráðherra aðeins fimmtíu og sjö þúsund sála, hitt Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Hu Jintao forseta Kína í opinberri heimsókn hans til Danmerkur í Júní 2012.

“Hve margir þjóðhöfðingjar eða oddvitar ríkisstjórna í heiminum njóta slíkra fríðinda? Þegar haft er í huga að Grænland er ekki sjálfstætt ríki, þá er þetta hreinlega einsdæmi, “ segir Damien Degeorges, höfundur bókarinnar Hlutverk Grænlands á heimskautinu. “Þetta sýnir líka að auðlindir eru lykill að alþjóðlegri viðurkenningu.  
Kleist, forsætisráðherra hefur þetta vafalaust í huga þegar hann skrifar:    
“Í Yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi frumbyggja segir að frumbyggjaþjóðir hafi rétt til að stjórna sínu eigin lífi, landi sínu og lifnaðarháttum sínum. En í reynd geta frumbyggja óvíða ráðið sér sjálfir.”
Margt bendir hins vegar til að Grænlendingar séu að verða undantekning á þessari reglu.

 

Mynd: RAX