Þjóðbúningur Sama á ekkert erindi á Hrekkjavöku

0
539

Karin-Beate-Nøsterud nordendottorg

9. ágúst 2012. Alþjóðlegur dagur frumbyggja. Það er ekkert áhlaupaverk hvar sem er í veröldinni að halda úti fjömiðlum fyrir aðeins um það bil eitt hundrað þúsund manns, en fjölmiðlar Sama þurfa að glíma við fleiri vandamál. Samar eru dreifðir á milli þriggja af Norðurlöndunum og raunar Rússlands líka og til að bæta gráu ofan á svart tala þeir að minnsta kosti sex all-ólíkar mállýskur.

“Það er mjög miklvægt fyrir okkur Sama að hafa fjömiðla á okkar eigin tungumálum,” segir Kari Lisbeth Hermansen, ritstjóri Sama-blaðsins Avvir í Noregi.

Í Noregi þar sem um það bil helmingur Sama búa, sameinuðust tvö blöð og nýtt blað Ávvir leit dagsins ljós á þjóðhátíðardegi Sama 6. febrúar 2008. Útbreiðslan er um það bil tólf hundruð eintök.
 

“Það hefu verið aukið framboð undanfarin tíu ár í samískri blaðamennsku, við höfum tvö blöð og aukið framboð efnis í ljósvakanum,” segir Hermansen.

 
Ríkisútvörp Svíþjóðar, Finnlands og Noregs bjóða upp á daglegar sameiginlegar útsendingar í sjónvarpi með fréttum og ýmsu dagskrárefni. Útsendingarnar eru stundarfjórðungur á dag en að auki er efni í útvarpi og á netinu á samískri tungu.

“Mér persónulega finnst mikilvægt að heyra fréttir á mínu eigin máli,” segir Berit Nystad, fréttavakstjóri á NRK Sapmi, norsku útvarps-og sjónvarpsfréttunum á samísku. “Þetta færir fréttirnar nær manni.”

Hermansen, ritstjóri bendir á að fjölmmiðlar á samískum málum séu ekki aðeins vettvangur til að skýra frá og fara í saumana á atburðum í samfélagi Sama frá þeirra eigin sjónarhóli: “Fjölmiðlun Sama er mikilvæg fyrir þróun og verndun samískrar tungu.”

Fjölmiðilar Sama eru yfirleitt bæði í samískum og norskum, sænskum eða finnskum búningi.

Ságat, samískt blað sem er að mestu á norsku, kemur út í tvö þúsund og sjö hundruð eintökum sem er talsvert meira en Ávvir á samísku.

Sömu sögu er að segja handan landamæranna í Svíþjóð en þar hefur Samefolket komið út um áratugaskeið og er næstum allt á sænsku en sumar greinar þó á norsku eða norður samísku.

 
”Það eru tvær ástæður” segir Nystad. “Í fyrsta lagi tala ekki allir Samar Sama-tungumál. Í öðru lagi er vilji til að segja öðrum en Sömum frá því sem er að gerast í þeirra samfélagi.”    

”Að auki reynum við að segja fréttir af öðrum frumbyggjum því við teljum að innbyrðis samvinna frumbyggja og miðlun á þekkingu og reynslu sé mikilvæg.”

Ein stærsta fréttin á norsku vefsíðu NRK Sapmi 6. ágúst fjallaði um ásakanir Anders Opdahl, ristjóra Nordlys, eins af helstu blöðum Norður-Noregs, sem segir Sama-þingið “hrút-leiðinlegt.”

Laila Susanne Vars, varaforseti Samaþingsins svarar fullum hálsi: “Það er dapurlegt að barnagæsla Sama, menntun og tungumálapólitík séu of ósexý fyrir þetta blað.”

Sumar fréttir hafa alþjóðlega vídd. Almennir norskir fjölmiðlar birtu fréttir af hörðum viðbrögðum Sama síðasta sumar þegar þjóðbúningur þeirra var boðinn til sölu á vefsíðu í Texas sem “Blár lapplenskur/Skandinavískur Hrekkjavöku grínbúningur.”

Samar eru jafnvanir staðalmyndum  á borð við hreindýrin í Lapplandi og Grænlendingar eru vanir frásögnum af snjóhúsum og faðmlögum við ísbirni. Og Samar una glaðir við að fólk haldi að Jólasveinn þeysist um með hreindýrin sín meðal þeirra hvunndags. Þeir setja hins vegar mörkin við að vera settir á sama stall og blóðsögur, galdrakerlingar og tröll á Hrekkjavökumarkaðnum – jafnvel þótt fjölmiðlar telji slíkar fréttir “sexý”.