Guterres heitir að beita sér fyrir friði

0
525
Guterres oath

Guterres oath

12.desember 2012. António Guterres sór í dag embættiseið sem níundi aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Guterres er 67 ára gamall. Hann var forsætisráðherra Portúgals frá 1995 til 2002 og Flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna frá 2005 til ársloka 2015. Hann tekur við starfi aðalframkvæmdastjóra samtakanna 1.janúar 2017 til næstu fimm ára.

Guterres lagði mikla áherslu í ræðu eftir að hann sór eiðinni á að friður og öryggi væru kjarni allrar starfsemi Sameinuðu þjóðanna og kvaðst reiðubúinn til að beita sér persónulega til að stilla til friðar og miðla málum í átökum í heiminum.

Hann sagðist ætla að beita sér fyrir djúpstæðum umbótum á starfi Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að bæta þyrfti upplýsingamiðlun og samskipti, veita uppljóstrurum vernd, hraða ferlum í ráðningu starfsfólks og vinna gegn íþyngjandi skriffinnsku. Þá hét hann því að beita sér fyrir jafnrétti kynjanna hjá samtökunum, þar á meðal með því að tryggja að jafn margar konur og karlar væru í æðstu stöðum.

Guterres er sextíu og sjö ára gamall og var forsætisráðherra Portúgals í sjö ár og Flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna í áratug.

Mynd: Mark Garten/UN