Guterres krefst aukins aðgangs fyrir mannúðaraðstoð – 27 börn á Gasa látin úr hungri

0
4
Guterres heimsótti sjúklinga frá Gasa á El-Arish sjúkrahúsinu í Egyptalandi. Mynd: UN Photo/Mark Garten
Guterres heimsótti sjúklinga frá Gasa á El-Arish sjúkrahúsinu í Egyptalandi. Mynd: UN Photo/Mark Garten

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekaði ákall sitt um varanlega lausn á deilum og lausn allra gísla í heimsókn til Mið-Austurlanda. Guterress er í heimsókn í Egyptalandi og Jórdaníu og fór að landamærum Gasa þar sem hungursneyð vofir nú yfir.

Guterres sagði að „fordæmalaus eyðilegging á Gasasvæðinu“ héldi áfram. Hann hét því á blaðamannafundi í Amman með Ayman Safady utanríkisráðherra Jórdaníu að halda áfram að „ryðja úr vegi öllum hindrunum fyrir lífsnauðsynlegri aðstoð.“

  Safnmynd af móður að elda mat handa börnum sínum í flóttamannabúðum í Khan Younis á Gasasvæðinu. Mynd: © UNICEF/Abed Zagout

Safnmynd af móður að elda mat handa börnum sínum í flóttamannabúðum í Khan Younis á Gasasvæðinu. Mynd: © UNICEF/Abed Zagout

27 börn látin úr hungri

Mannúðarstarfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa skýrt frá hrikalegu ástandi á Gasa, sérstaklega í norðurhlutanum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að 27 börn hafi nú látist af veikindum sem rekja megi til alvarlegrar vannæringar.

„Við verðum að horfast í augu við staðreyndir. Það er tómt mál að tala um lausn á mannúðarvandanum á meðan svo blóðugt stríð geisar sem raun ber vitni,“ sagði Guterrres.

„Ég endurtek: ekkert réttlætti andstyggilegu árásina og gíslatöku Hamas 7.október og ekkert réttlæri sameinlega refsingu palestínsku þjóðarinnar.“

UNRWA lokað úti

Palestínu-flóttamannahjálpin (UNRWA) hefur staðfest að stofnuninni hefði verið bannað að flytja hjálpargögn til norðurhluta Gasa.

UNRWA, sem er stærsta alþjóðlega hjálparstofnunin á svæðinu, segir að nauðþurftir í norðurhlutanum sé nú 25 sinnum dýrari en fyrir stríðið.

Þrátt fyrir aðvaranir um yfirvofandi hungursneyð” hefur hvorki verið nein umtalsverð aukning magns hjálpargagna sem berast til Gasa né bættur aðgangur að norðursvæðunum,” að sögn UNRWA.

Fyrstu 23 daga marsmánaðar var aðeins 157 vöruflutningabifreiðum með hjálpargögn hleypt inn til Gasa, að meðaltali á dag. Þetta er mun minna en vant er og algjörlega ófullnægjandi því UNRWA telur þörf á 500 ferðum á dag.