Vatnsskortur er ógnun við heimsfrið

0
9
Nílarfljót séð úr lofti. Mynd: USGS/ Unsplash
Nílarfljót séð úr lofti. Mynd: USGS/ Unsplash

Alþjóðlegur dagur ferskvatns. 2.2 milljarðar manna í heiminum hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. 3.5 milljarðar njóta ekki öruggrar salernisaðstöðu. Langt er því frá að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði náist og ástæða er til að óttast að enn syrti í álinn. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um þróun í vatnsmálum kemur út í dag 22.mars á Alþjóðlegum degi ferskvatns.  

Þema alþjóðlega dagsins 2024 er „Vatn í þágu friðar”.  Í skýrslunni er farið í saumana á því með hvaða hætti spenna vegna aðgangs að vatni magnar átök um allan heim. Til að viðhalda friði ber ríkjum að auka alþjóðlega samvinnu og samkomulag þvert á landamæri.

„Eftir því sem álag á vatnsbirgðir eykst, aukast að sama skapi staðbundin eða heimshluta-átök,“ sagði Audrey Azoulay forstjóri UNESCO, Mennta-, vísinda og menningarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna í dag. UNESCO gefur út skýrsluna fyrir hönd UN Water.

„Skilaboð UNESCO eru skýr: ef við viljum viðhalda friði, verðum við ekki aðeins að varðveita vatnsból, heldur einnig auka samvinnu í einstökum heimshlutum og á heimsvísu á þessu sviði.”

Eyðimerkurlandslag. Mynd: Oleksandr Sushko/Unsplash
Eyðimerkurlandslag. Mynd: Oleksandr Sushko /Unsplash

Þurrkar herjuðu á 1.4 milljarð 

Í skýrslunni kemur fram að frá 2002 til 2021 urðu 1.4 milljarður manna fyrir barðinu á þurrkum. Frá 2022 varð um helmingur jarðarbúa fyrir búsifjum vegna alvarlegs vatnsskorts að minnsta kosti hluta úr ári. Búist er við að loftslagsbreytingar auki enn á vandann og auki tíðni og alvöru vatnsskorts. Hætt er við að slíku fylgji félagslegur óstöðugleiki.

Vatn getur skapað frið jafnt sem ófrið. Rúmir þrír milljarðar jarðarbúa treysta á aðgang að vatni þvert á landamæri. Samt hafa aðeins 24 ríki gert samkomulag um sameiginlegar vatns-auðlindir.

Þema Alþjóðlegs dags ferskvatns 22.mars 2024 er "Vatn í þágu friðar"
Þema Alþjóðlegs dags ferskvatns 22.mars 2024 er „Vatn í þágu friðar“

Þegar vatn er af skornum skammti eða megna, eða aðgangur fólks að því er ójafn eða enginn er hætt við spennu á milli samfélaga og ríkja.

Eftir því sem loftslagsbreytingar gera vart við sig og mannfjöldi eykst, er brýn þörf á að fólk sameinisti, jafnt innan sem á milli ríkja um að vernda og viðhalda okkar dýrmætustu auðlind.

 Vissir þú að?

  • 2.2 milljarðar manna hafa ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni. 115 milljónir verða að gera sér yfirborðsvatn að góðu.
  • Um það bil helmingur jarðarbúa má þola alvarlegan vatnsskort að minnsta kosti hluta úr ári.
  • 70% allra dauðsfalla í náttúruhamförum má rekja til stórslysa sem tengjast vatni.
  • Ferskvatn virðir ekki landamæri og 60% af ám, vötnum og vatnsbólum skiptast á milli landa.
  • Aðeins 24 ríki hafa samið um notkun sameiginlegra vatnsbirgða.

Um Alþjóðlega ferskvatnsdaginn sjá hér.