Öryggisráðið samþykkir ályktun um vopnahlé

0
7
Linda Thomas-Greenfield lyfir hönd til merkis um að Bandaríkin sitji hjá. Mynd: UN Photo
Linda Thomas-Greenfield lyfir hönd til merkis um að Bandaríkin sitji hjá. Mynd: UN Photo

Gasasvæðið. Vopnahlé. Öryggisráð Sameinuðu þjópðanna hefur samþykkt ályktun þar sem farið er fram á vopnahlé á Gasasvæðinu í föstumánuði múslima, Ramadan, lausn gísla og aðgangs fyrir mannúðaraðstoð.

Fjórtán ríki greiddu atkvæði með ályktuninnin, en Bandaríin sátu hjá. Öll tíu ríkin sem ekki eiga fast sæti í Öryggisráðinu báru tillöguna fram. Tillögu Rússa um varanlegt vopnahlé var hins vegar hafnað.

Riyad Mansour fulltrúi Palestínu. Mynd: UN Photo
Riyad Mansour fulltrúi Palestínu. Mynd: UN Photo

Bandaríin styðja lykilatriði

Bandaríski fastafulltrúinn sagðist styðja “fyllilega” þýðingarmestu hluta ályktunarinnar. Sendiherra Alsírs sagði að vopnahlé myndi benda enda á blóðbað.

Áheyrnarfulltrúi Palestínu sagðist vonast til að ályktunin markaði vatnaskil. Sendiherra Ísraels sagði hins vegar að það væri “hneyksli” að Hamas væri ekki fordæmt í ályktuninni.

 Gilad Erdan sendiherra Ísraels
Gilad Erdan sendiherra Ísraels. Mynd: UN Photo

Abdullah Ali Fadhel Al-Saadi fastafulltrúi Jemen talaði fyrir hönd Arabaríkja og sagði að líta beri á ályktunina sem fyrsta skref í átt til bindandi ályktunar um varanlegt vopnahlé. Arabaríkin segja að viðleitni til að koma á vopnahléi sé ekki í mótsögn við kröfuna um lausn allra gísla.