Guterres: Öryggisráðið grefur undan valdi sínu

0
23
55.fundur Mannréttindaráðsins hófst í dag
55.fundur Mannréttindaráðsins í Genf. Mynd:UN Photo / Elma Okic

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Öryggisráðið. Mannréttindi.  António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til umbóta á skipan Öryggisráðs samtakanna. Í opnunarræðu á 55.fundi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna benti hann á að pattstaða væri í Öryggisráðinu með þeim afleiðingum að ekkert væri aðhafast í þýðingarmestu málum samtímans sem snérust um frið og öryggi.

„Ágreiningur innan ráðsins um innrás Rússlands í Úkraínu og hernað Ísraels á Gasasvæðinu eftir hræðilegar hryðjuverkaárásir Hamas 7.október, hefur grafið alvarlega, hugsanlega endanlega, undan áhrifum þess. Öryggisráðið þarf á alvarlegum umbótum að halda, jafnt hvað varðar skipan sem starfsaðferðir.“

Guterres í ræðustól á fundi Mannréttindaráðsins.
Guterres í ræðustól á fundi Mannréttindaráðsins. Mynd: UN Photo / Elma Okic

Hann bætti við að á svokölluðum „Leiðtogafundi framtíðarinnar” á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í haust, gæfist tækifæri til að  „aðlaga alþjóðlegar stofnanir að sífellt breytilegum raunveruleika.“

Árás á Rafah, endir aðstoðar

 Guterres lýsti miklum áhyggjum af mannúðaraðstoð á Gasa sem hann sagði „algjörlega ófullnægjandi.”

„Rafah er núna kjarninn í mannúðaraðstoðinni og UNRWA hryggjarstykkið í starfinu. Allsherjarárás Ísraels á borgina væri ekki aðeins hrollvekjandi fyrir rúmlega milljón palestínskra borgara sem hafa hafa leitað þar skjóls, heldur yrði það síðasti naglinn í líkkistu aðstoðarstarfs okkar.” 

Verndar-áætlun

 Hann hvatti til nýrra skuldbindinga við öll mannréttindi, sem „heyra til friðar og öryggis,” og benti á að Ríki bæru höfuðábyrgðina á að vernda og efla mannréttindi.

„Ég hef ýtt úr vör Verndar-áætlun Sameinuðu þjóðanna um allt kerfi samtakanna ásamt Mannréttindastjóranum,” sagði Guterres. „Þessi áætlun miðar að því að við munum í öllu starfi okkar sameinast um að hindra mannréttindabrot, greina þau og bregðast við þeim þegar þau eiga sér stað.“

 Sjá einnig hér.