Guterres segir þörf á „bandalagi alls heimsins“

0
331
Guterres 77.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
Guterres ávarpar 77.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Mynd: UN Photo/Mark Garten

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðana segir að spenna á milli stórvelda hafi lamað alþjóðasamfélagið þegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, styrjaldarátökum og barátta fyrir sjálfbærri þróun eru annars vegar.

Alþjóðlegt starf hafi raskast og sé nú peð í valdatafli stórvelda. Þetta kom fram í ræðu António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna við upphaf almennra umræðna þjóðarleiðtoga á 77. Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

„Heimur okkar stendur frammi fyrir stórkostlegum vanda,“ sagði Guterres. „Sundrung eykst; ójöfnuður breiðist út..við þurfum von og við þurfum aðgerðir á öllum sviðum.“

Guterres ávarpar 77.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Guterres ávarpar 77.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

Mynd af skipinu „Kjarkmikli foringinn“ (Brave Commander) var í bakgrunni þegar Guterres flutti ræðu sína. Þetta er eitt skipanna sem flutt hefur hveiti frá Úkraínu til Eþíópíu, Jemen og fleiri ríkja. Guterres sagði að skipið og Svartahafs korn-frumkvæðið (Black Sea Grain Initiative) sem Sameinuðu þjóðirnar greiddu fyrir, væri vonartákn.

„Fáni Sameinuðu þjóðanna var dreginn að húni af stolit. Kjarni málsins er að þetta skip er tákn þess sem heimurinn getur gert þegar við tökum höndum saman. Úkraína og Rússland, með stuðingi Tyrklands, settust niður og komust að samkomulagi þrátt hátt flækjustig, úrtölur og helvíti stríðsins. Hér var á ferð milliríkja samskipti af bestu gerð. Hvert skip flytur einnig með sér sjaldséðan varning þess dagana: Von,“ sagði Guterres.

Vetur hnattrænnar óánægju

Guterres kynnti skýrslu sína um starf samtkanna og dró ekkert undan. „Við skulum ekki blekkja okkar. Við erum á stórsjó. Við blasir vetur óánægju um allan heim. Dýrtíð fer vaxandi. Traust hrynur. Plánetan okkar brennur. Fólki svíður og það þeir sem minnst mega sín sem þjást mest. Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og hugsjónir hennar eru í hættu.“

Við getum ekki haldið svona áfram 

 Aðalframkvæmdastjórinn harmaði að það stafaði hætta að heimi okkar. Hann væri sem lamaður sökum pólitískrar sundrungar sem græfi undan starfi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, alþjóðalögum, trausti og trú fólks á lýðræðislegum stofnunum og hvers kyn alþjóðlegri samvinnu.

„En sannleikurinn er sá að við lifum í heimi þar sem rökin fyrir samvinnu og samtali eru eina færa leiðin,“ sagði Guterres og lagði áherslu á að enginn einn hópur gæti skipt sköpum.

„Bandalag vígfúsra mun ekki leysa stærstu hnattrænu áskoranirnar. Við þurfum á bandalagi alls heimsins að halda.“

Ræða og skýrsla aðalframkvæmdastjórans mörkuðu upphaf almennra umræðna þjóðarleiðtoga á 77.Allsherjarþinginu sem standa fram á laugardag.